is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21935

Titill: 
 • Heilsustýrirót og sálfélagsleg líðan einstaklinga með krabbamein : forprófun á spurningalista
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur rannsóknar: Hugtakið heilsustýrirót hefur mikið verið rannsakað og hefur það verið skilgreint sem innri eða ytri stýrirót. Rannsóknir sýna að heppilegra er að vera með innri stýrirót, það tengist frekar heilsueflandi hegðun og einstaklingar með innri stýrirót aðlagast sjúkdómum betur.
  Tilgangur rannsóknar: Tilgangurinn var að kanna heilsustýrirót einstaklinga með krabbamein með notkun spurningalistans Multidimensional Health Locus of Control Scale-form C (MHLC-C) og einkenni þunglyndis og kvíða með notkun spurningalistans Hospital Anxiety and Depression Scale (HADS). Einnig var tilgangurinn að skoða mun á heilsustýrirót, kvíða eða þunglyndis¬einkennum eftir bakgrunnsbreytum þátttakenda, tengsl innri og ytri stýrirótar við kvíða og þunglyndiseinkenni og að forprófa íslensku útgáfu spurningalistans MHLC-C.
  Aðferð: Megindleg lýsandi þversniðsrannsókn með hentugleikaúrtaki. Spurningalisti var afhentur 150 einstaklingum með krabbamein sem voru í meðferð á þremur göngudeildum á Íslandi. Notast var við SPSS tölfræðiforritið við tölfræðiútreikninga. Framkvæmd var þáttagreining á MHLC-C listanum, skoðaður munur á meðaltölum hópa og fylgni á milli þátta.
  Niðurstöður: Svarhlutfall var 72%. Af fjórum þáttum stýrirótar var hæst meðaltal ytri stýrirótar með trú á lækna, næst hæst var meðaltal innri stýrirótar. Niðurstöður úr þáttagreiningu voru góðar, þáttahleðslur röðuðust vel innan hvers þáttar og voru á bilinu 0,633 – 0,899. Innri áreiðanleiki þáttanna sem mældur var með Cronbach´s alpha stuðli var á bilinu 0,765 – 0,917. Meðal eða mikil einkenni þunglyndis komu fram hjá 16,7% þátttakenda og kvíði hjá 13%. Konur voru með marktækt meiri einkenni þunglyndis en karlar og eldri einstaklingar með marktækt meiri ytri stýrirót með trú á lækna. Meirihluti einstaklinga sögðust vera í læknanlegri meðferð og þeir voru með marktækt minni einkenni þunglyndis og kvíða samanborið við þá sem ekki voru í læknanlegri meðferð. Jákvæð fylgni reyndist vera á milli ytri stýrirótar með trú á tilviljun og ytri stýrirótar með trú á aðra og innri stýrirótar. Marktæk neikvæð fylgni var á milli innri stýrirótar og þunglyndis og ytri stýrirótar með trú á lækna og þunglyndis. Einnig var marktæk neikvæð fylgni á milli þess að vera með endurteknar greiningar krabbameins og ytri stýrirótar með trú á lækna.
  Ályktun: Að mæla stýrirót hjá sjúklingum með krabbamein getur gefið ákveðið forspárgildi um innri styrk sjúklinga. MHLC-C mælitækið reyndist áreiðanlegt og er mikilvægt innlegg í framtíðar¬rannsóknir á íslenskum sjúklingum með krabbamein.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: The concept health locus of control has been studied much and has been defined as internal or external locus of control. Research has shown that internal locus of control is linked with healthier lifestyle and these individuals adjust better to illnesses.
  The purpose: The purpose was to examine health locus of control in patients with cancer using the Multidimensional Health Locus of Control Scale-form C (MHLC-C) and symptoms of depression and anxiety using the Hospital Anxiety and Depression Scale (HADS). The aim was also to examine differences in health locus of control, symptoms of depression and anxiety with regard to background variables, correlation between internal and external locus of control and depression and anxiety, and to assess the reliability of the Icelandic version of the MHLC-C.
  Method: Quantitative, descriptive cross-sectional study using a purposive sample. The questionnaires were distributed to 150 individuals with cancer in three outpatient clinics in Iceland. Factor analysis was conducted on the MHLC-C Scale, mean scores were compared between groups, and correlation between variables was examined.
  Results: Response rate was 72%. Of the four factors on the MHLC-C, the external locus of control, having faith in doctors subscale had the highest mean, the next after that was for internal locus of control. The factor analysis revealed loading between 0,633–0,899 for each item. Cronbach´s alpha was 0,765–0,917. High or medium score for depression was 16,7% and 13% had anxiety. Women scored significantly higher than men on depression and older participants believing in doctors had significantly more external control. The majority of individuals said that they were undergoing medical treatment and they had significantly less symptoms of depression and anxiety compared to those who said they were receiving palliative treatment or symptom control. Positive correlation was found between external locus of control believing in coincidences, external locus of control believing in others and internal locus of control. Significant negative correlation was found between internal locus of control and symptoms of depression and external locus of control believing in doctors and symptoms of depression. A significant negative correlation was found between having repeated recurrences of cancer diagnosis and external locus of control believing in doctors.
  Conclusion: To measure locus of control in patients with cancer can predict patients´ inner strength. The MHLC-C proved to be reliable and is a valuable contribution to future research on psychosocial issues in Icelandic cancer patiens.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 13.6.2016.
Samþykkt: 
 • 9.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21935


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efnisyfirlit.pdf178.81 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Fylgiskjöl.pdf728.49 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá.pdf397.46 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Heilsustýrirót og sálfélagsleg líðan einstaklinga með krabbamein.pdf1.53 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna