Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21937
Framþróun tækninnar hefur verið gríðarlega hröð á síðustu áratugum og hefur skólastarf breyst samhliða þeirri þróun. Síðan tölvur komu á markaðinn á áttunda áratug síðustu aldar hefur tækninni fleygt mikið fram og nú eru spjaldtölvur að hefja innreið sína í skólastarf. Árið 2013 hófst þriggja ára innleiðingarferli spjaldtölva í skólastarf í grunnskólum Reykjanesbæjar. Markmið þessarar meistaraprófsritgerðar til M.Ed. gráðu er að varpa ljósi á það starf sem unnið hefur verið við að innleiða spjaldtölvur í skólastarf á unglingastigi grunnskóla Reykjanesbæjar. Lagt var upp með að skoða upphafið, innleiðinguna, þau vandamál sem upp hafa komið í ferlinu og svo hugmyndir um áframhaldandi vinnu með spjaldtölvur í skólastarfi. Gerð var eigindleg rannsókn með níu þátttakendum en þeir voru fræðslustjóri, skólastjórnendur og kennarar sem áttu þátt í innleiðingarferlinu í þeim fimm grunnskólum Reykjanesbæjar sem innleiddu spjaldtölvur í daglegt starf á unglingastigi. Gagnaöflun fór fram í janúar og febrúar 2015 og var í formi viðtala. Niðurstöður sýndu að mikið starf hafði verið unnið við að innleiða spjaldtölvutækni í nám og kennslu í bæjarfélaginu. Spjaldtölvur voru notaðar í daglegu starfi á unglingastigi í öllum fimm grunnskólunum og sögðu þátttakendur jákvæðar undirtektir ríkjandi meðal nemenda, foreldra og starfsfólks. Ekki voru forsendur til þess að leggja mat á innleiðingarferlið þar sem því var ekki lokið þegar rannsóknin fór fram.
Rapid progression of technology over the past several decades has had a considerable impact on the school system as a whole. From the time computers emerged on the market at the end of the last century, constant improvements have been made, and each impacted schools in its own way. One of these developments in particular was the tablet, which made technological usage in the classroom easier than ever before. In 2013 a three-year program implemented tablets into schools in the area of Reykjanesbær, Iceland for students from 8th-10th grade. It is the purpose of this M.Ed. thesis to explain the work gone into the implementation of tablets thus far in Reykjanesbær. It was through the study of the feasibility, implementation, problems and future applications in the Reykjanesbær tablet distribution process that this paper evolved. Active participants in this qualitative research were the educational director of Reykjanesbær, principals of the schools, and responsible faculty during the implementation. Data was collected through interviews in January and February of 2015. The results showed that a lot of work has been made towards implementing tablets into schools in Reykjanesbær. Tablets were used in everyday work by students and teachers in 8th-10th grade of all five participating schools and participants noted positive responses among their students, parents and staff towards using tablets in school. It was not considered timely to evaluate the implementation at this time since the process was not finished.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Meistararitgerð Guðrún Gunnarsdóttir - lokaútgáfa.pdf | 2,51 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |