is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21938

Titill: 
 • Lestur og bókmenntakennsla : straumar og stefnur í bókmenntakennslu og viðhorf ungmenna til lesturs og bókmennta
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Þetta meistaraverkefni er unnið upp úr gögnum sem aflað hefur verið í rannsókn sem ber verkefnaheitið Íslenska sem námsgrein og kennslutunga og er samvinnuverkefni Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri. Hef ég verið hluti af rannsóknarhópnum sem meistaranemi frá hausti 2013. Gagna var aflað frá hausti 2013 til vors 2015 en rannsókninni er ekki lokið þegar þetta er ritað. Í þessari ritgerð eru dregin út atriði sem snúa að lestri og bókmenntum í viðtölum við íslenskukennara á unglingastigi, umsjónarkennara 6. bekkjar og nemendahópa í 6. og 9. bekk.
  Markmið þessa verks er tvíþætt. Annars vegar að kanna hvernig bókmenntakennslu hefur verið háttað síðastliðna áratugi og nota meðal annars Skímu, málgagn móðurmálskennara, og aðalnámskrá grunnskóla til að varpa ljósi á strauma og stefnur ásamt því að styðjast við viðtöl við íslenskukennara á mið- og unglingastigi til að fá mynd af því hvernig kennslunni er háttað í dag. Hins vegar var markmiðið einnig að skoða lestrarvenjur og viðhorf ungmenna til lesturs og bókmennta í gegnum viðtöl við nemendahópa í 6. og 9. bekk.
  Helstu niðurstöður úr viðtölum leiddu í ljós að flestir nemendurnir virtust sjá mikið gagn í lestri en skiptar skoðanir voru þó á gagni bókmenntalesturs. Kennararnir sem rætt var við voru sammála um að mikil breidd væri í því hversu tilbúnir nemendur væru að takast á við bókmenntir. Yndislestur reyndist fastur liður hjá fimm af sex kennurum. Nokkur gróska var í þeim kennsluaðferðum sem kennararnir sögðust beita við bókmenntakennslu og nokkuð um skapandi vinnu. Í hinni faglegu umræðu um bókmenntakennslu má greina nokkur meginstef, meðal annars að erfitt sé að vekja áhuga nemenda á lestrinum og mikilvægt sé að nota viðeigandi texta sem nemendur ná tengingu við.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis has been compiled using data gathered from a study titled Icelandic as a school subject and a language of learning and teaching, which is a collaboration between the University of Iceland’s School of Education and the University of Akureyri. I have been a member of the research team as a graduate student since the fall of 2013. The data used in this thesis was gathered between the fall of 2013 and the spring of 2015, but the study is still ongoing and has not been concluded at the time of writing. This thesis focuses primarily on topics regarding reading and literature, which were raised during interviews with Icelandic teachers at a secondary level, and student groups in the sixth and ninth grades.
  The objective of this thesis is twofold. First, to examine how literature education has been conducted in Iceland during the last few decades, using Skíma, a journal published by native language teachers in Iceland, and the curriculum of primary schools; then, using that data to shed light on trends and currents within the field, to get an impression of how that education is carried out today. The secondary objective is to examine the general perspective of adolescents towards reading and literature, using interviews conducted with students in the sixth and ninth grades.
  The primary results from said interviews revealed the majority of students expressed a positive opinion on the importance of reading. However, opinions varied on the practicality of reading literature. The teachers interviewed agreed that there was a great deal of variety in their students’ capability when it came to reading literature. Pleasure reading turned out to be a fixed point in every school’s curriculum and the teachers described a variety of methods that they employed while teaching literature. There are several identifiable main themes within professional discourse regarding literature education, including the difficulty of making students interested in reading, and the importance of using relevant material that students can relate to.

Samþykkt: 
 • 9.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21938


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
VordisGudmundsdottir_Ritgerd_kdHA.pdf699.62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna