is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21940

Titill: 
 • „Þetta er bara tískubylgja í dag“ : viðhorf framhaldsskólanemenda til femínisma og jafnréttisbaráttu
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ýmsar heimildir benda til þess að bakslag sé í jafnréttismálum á Íslandi og var markmið þessarar rannsóknar að varpa ljósi á hvort svo sé raunin.
  Tekin voru rýnihópaviðtöl við 15 framhaldsskólanemendur á aldrinum 18–20 ára haustið 2014. Þátttakendur voru frá tveimur framhaldsskólum; bekkjar-kerfisskóla af höfuðborgarsvæðinu og fjölbrautaskóla af landsbyggðinni. Einn hópur samanstóð af stúlkum, annar af strákum og tveir voru blandaðir. Tilgangurinn var að komast að því hver viðhorf framhaldsskólanemenda eru til femínisma og kynjajafnréttis á Íslandi og hvernig viðmælendur upplifa þá umræðu sem á sér stað innan skólans, heimilisins, vinahópsins og í fjöl- og vefmiðlum. Rannsóknarspurningin var: Hvaða merkingu leggja framhalds-skólanemar í hugtakið „femínismi“ og telja þeir að enn sé þörf á femínisma í okkar samfélagi.
  Skoðanir nemenda voru ekki einsleitar en ýmis sameiginleg þemu litu dagsins ljós við úrvinnslu viðtalanna. Forskeytið femin, öfgafemínismi, munurinn á jafnréttissinna og femínista, baráttumál femínista og áhrif umhverfissins á skoðanir þeirra voru helstu þemun í niðurstöðum þessarar rannsóknar. Önnur duldari þemu líkt og kyn- og forréttindablinda lituðu viðtölin og voru þau sérstaklega rædd.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu augljósa vöntun á kynja- og jafnréttisfræðslu í framhaldsskólum. Viðmælendur voru illa upplýstir um hvað femínismi stendur fyrir og rökstuddu þeir skoðanir sínar með skoðunum annarra eða staðhæfingum fengnum frá vefmiðlum. Ungt fólk verður að búa yfir haldbærum tækjum og tólum til að geta myndað sér upplýstar skoðanir og rökstutt viðhorf sín innan skólastofunnar sem og utan. Svo virðist sem að nemendur séu illa búnir til að kljást við og ræða jafnréttismál og hugtakið femínisma. Lausnin á vandanum felst meðal annars í aukinni þekkingu nemenda innan kynja- og jafnréttisfræða.

 • Útdráttur er á ensku

  Sources indicate that there is a backlash in equality in Iceland. The goal of this thesis is to shed some light on whether that is so. Focus group interviews were taken with 15 junior college students (ages 18-20) in the fall of 2014. Participants were from two junior colleges, one from the capitol area and one from the country side. One group consisted solely of girls, one of boys and two groups were mixed. The purpose was to find out what the participants‘ views were on feminism and equality and how the they experience the current gender discourse within the school, home and the media. Thesis statement: What sense do junior college students put in the concept of feminism and do they believe that there is still use for feminism in our society?
  Some common themes emerged during data processing. The prefix „femin“, extreme feminism, difference of a feminist and egalitarian, feminist
  campaign issues and environmental influences on their views are a few of the themes that are discussed in this thesis. Less visable themes, like gender privilege, made their mark on the interviews, and were they addressed specifically. The findings show an obvious lack of gender and equality education. The participants were ill informed about what feminism stands for and their views were not based on solid research. Young people have to have the necessary tools to form informed views and argue their views. It seems that students are ill equipped to deal with and discuss equality and feminism. The solution may be in increasing the students‘ knowledge with education.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 12.8.2020.
Samþykkt: 
 • 9.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21940


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HrundMalinThorgeirsdottir_M.Ed_Heimildir.pdf124.37 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
HrundMalinThorgeirsdottir_M.Ed_Forsida.pdf154.14 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
HrundMalinThorgeirsdottir_ritgerd_kdHA.pdf859.03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Þeir sem hafa áhuga á því að lesa verkefnið geta haft samband við höfund og óskað eftir því að fá aðgang að rafrænu eintaki.