is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21941

Titill: 
  • Hvað einkennir námfúsa nemendur? : efling námfýsi og áhrif á framtíðarhorfur nemenda
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þættir sem eru mikilvægir fyrir eflingu námsáhuga og námfýsi nemenda ættu að vera ofarlega í huga allra kennara, sérstaklega í ljósi þess að námsáhugi virðist dvína eftir því sem nær dregur unglingsaldrinum. Í ritgerð þessari er leitast við að finna skilgreiningu á námfúsum nemenda með það fyrir augum að sú skilgreining hjálpi kennurum að greina þætti hjá nemendum sem þeir gætu komið til móts við til þess að efla námfýsi þeirra. Þeir þættir sem skilgreiningin inniheldur eru innri áhugi, trú á eigin getu, væntingar, upplifaður tilgangur, jákvæður eignunarstíll, vinnusemi og þrautseigja. Rannsóknir benda til þess að með markvissri notkun fjölbreyttra kennsluhátta megi koma til móts við þessa þætti ásamt því að kennarar sýni nemendum að líðan og árangur nemenda sé þeim mikilvægur. Þar sem augum var sérstaklega beint að unglingum í þessu samhengi og hvernig mætti mæta þeim virðist sem kennsluhættir sem miða að því að draga fram tilgang náms og efla þrautseigju nemenda með því að brjóta upp markmið svo nemendur eigi auðveldara með að ná þeim, auki trú nemenda á eigin getu og þær væntingar sem þeir hafa um framtíð sína. Einnig er mikilvægt að kennarar leggi mikið upp úr beinum tengslum við hvern nemenda, sérstaklega á unglingsaldrinum. Þegar horft er til framtíðar má sjá mikilvægi þess að kennarar hugi vel að sínum aðferðum og hvernig þær koma til móts við þætti sem snúa að námfýsi nemenda þar sem líðan nemenda í skóla virðist hafa áhrif á framtíðarmöguleika þeirra. Einnig benda rannsóknir til þess draga megi úr brotthvarfi nemenda úr framhaldsskólum landsins með markvissri notkun fjölbreyttra kennsluhátta í gegnum alla skólagönguna og skuldbindingu kennara við nemendur sína.

  • Útdráttur er á ensku

    The factors that are important to strengthen students’ interest and motivation for learning should remain at the forefront of every teacher’s mind, especially given the fact that learners’ interest seems to taper off as they near their teenage years. This thesis seeks to find the definition of a student that is motivated to learn, but such a definition could help teachers to analyse the factors that they could focus on to further motivate students. The factors included in the definition are intrinsic motivation, self-efficacy, expectations, perceived purpose, positive attribution style, work ethic, and perseverance. Research indicates that by utilising varied teaching methods in a purposeful manner a teacher can bridge the gap towards some of the factors listed above. Additionally, research also shows that if teachers show students that they care about their achievements and wellbeing it can have an effect on the above factors. In the cases where a special interest was afforded to teenagers and the ways to reach them, and where teaching methods that aim at highlighting the purpose of learning and increase perseverance by unpacking goals utilised, it seems to be easier to reach students and increase the belief in their own abilities and their expectations for the future. It is also vital that teachers emphasise individual connections to students, especially the teenage students. When you look to the future you can see the importance of teachers taking a good look at their teaching methods and how they meet the requirements of the factors that revolve around student motivation, since how students feel in school seems to have an influence on their future potential. Furthermore, research indicates that with the purposeful utilisation of varied teaching methods throughout the school and commitment to students from teachers, it is possible to decrease student dropout rates.

Samþykkt: 
  • 9.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21941


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heiða Björk Pétursdóttir_ritgerð_kdHA.pdf1.43 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Heiða Björk Pétursdóttir_forsíða_kdHA.pdf1.04 MBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna