is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21945

Titill: 
 • Rannsókn á hreinsun frárennslisvatns hjá Ísfélagi Vestmannaeyja
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar var að skoða skilvirkni hreinsunar á frárennslisvatni hjá Ísfélagi Vestmannaeyja. Hreinsibúnaðurinn í Ísfélagi Vestmannaeyja var tekinn í notkun árið 2013 og byggist á fleytingu með uppleystu lofti (DAF kerfi). Fleyting með uppleystu lofti gengur út á það að fljótandi agnir og smáar loftbólur rekast saman sem veldur því að agnirnar fljóta upp á yfirborðið og þannig er hægt að fleyta þeim af vatninu. Efnin, sem fleytt er af vatninu, eru að stofni til fita og prótein. Afurðirnar úr vatninu eru síðan nýttar í fiskimjölsiðnaði fyrirtækisins. Þannig er fitan skilin frá og notuð í lýsi en próteinið er notað til að fæðubæta mjölið.
  Sýni voru tekin á loðnuvertíð í mars 2015 þegar vinnsla á loðnuhrognum stóð sem hæst. Sýnistökudagar voru fimm og voru sýni tekin af frárennslisvatni fyrir hreinsun og eftir hreinsun.
  Niðurstöður rannsóknarinnar voru nokkuð misvísandi. Samkvæmt rannsóknunum var ekki alltaf samræmi á milli efnamagns fyrir og eftir hreinsun á vatninu. Þannig var í sumum tilfellum meira af fitu og próteini í sýnum sem tekin voru eftir að frárennslisvatnið fór í gegnum fitugildruna í hreinsibúnaðinum. Að meðaltali var þó meiri fita í frárennslisvatninu fyrir hreinsun heldur en eftir hreinsun en magnið var svipað í próteinmælingunum fyrir og eftir fitugildru.
  Í öllum tilfellum var ennþá nokkurt magn af fitu og próteini í sýnunum sem tekin voru eftir hreinsunina. Til að fá nákvæmari niðurstöður þyrfti líklega að endurtaka rannsóknina, taka stærri sýni og oftar á dag, fjölga sýnatökudögum og fjölga endurtekningum.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this study was to examine the efficiency of a wastewater treatment plant in Ísfélag Vestmannaeyja. The treatment plant was installed in 2013. The equipment is based on dissolved air flotation (DAF system). In DAF system, floating particles and small air bubbles collide which makes the particles float to the surface where they are skimmed off the water. The main organic matters in wastewater are lipids and proteins. Ísfélag Vestmannaeyja uses the recovered fats and proteins in fish meal and fish oil processing.
  Water samples were gathered in the capelin fishing season in March 2015, when the company was producing capelin roe. Samples were taken both before and after the wastewater had entered the DAF system during five processing days and analysed for fat, proteins and ash content.
  The results of the study were a little conflicting. There was not always consistency between quantity of dry material in the samples gathered before and after the fat skimmer. In some cases there was more dry material in the samples gathered after it had entered the fat skimmer. On average there were more fats in the wastewater samples that were gathered before the fat skimmer, but the quantity of protein was similar in both samples.
  In all cases there were still organic matters in the wastewater after the fat skimmer. To get more precise results the experiment should probably be redone. More sample volume should be gathered, a few times a day, on a longer timeframe and more repetition of the test methods should be done.

Samþykkt: 
 • 9.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21945


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-sjávarútvegsfræði. Björg Þórðardóttir.pdf1.64 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna