is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21948

Titill: 
 • Saga sjávarútvegs í Hrísey : 1850-1950
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Árið 2000 varð aðal atvinnugrein Hríseyinga, sjávarútvegurinn, fyrir miklu áfalli. Snæfell, fiskvinnslan í Hrísey sem var vinnuveitandi flestra íbúa eyjarinnar, hætti starfsemi sinni í Hrísey og fluttist til Dalvíkur. Fjöldi manns missti vinnuna og á síðastliðnum 25 árum, frá því að starfsemi fyrirtækisins var í góðu gengi og þar til nú, hafa um hundrað manns flust frá eyjunni. Þessi mikla fólksfækkun gerði eyjaskeggjum erfitt fyrir en sjávarútvegur heldur samt áfram að vera ein helsta atvinnugreinin Hríseyinga og 10% íbúa vinna við sjávarútveg eins og staðan er núna. Markmið þessarar ritgerðar er að fá heildstætt yfirlit yfir sjávarútvegssögu Hríseyjar og athuga hvernig þessi mikilvæga atvinnugrein hafði áhrif á íbúaþróun og efnahag Hríseyinga.
  En hvernig byrjaði þetta allt saman? Mun þetta yfirlit yfir sjávarútvegssögu Hríseyjar leiða í ljós að án sjávarútvegs væri byggðin í Hrísey engan veginn eins og hún er í dag eða hefðu eyjaskeggjar komist ágætlega af án hennar? Í þessari ritgerð er kannað ástand sjávarútvegs í eyjunni löngu áður en Snæfell kom til sögunnar. Tímabilið frá 1850 til 1950 er tekið fyrir og reynt að gefa sem skýrasta mynd af öllu sem við kom greininni á þessu tímabili og það síðan borið saman við þróun íbúafjölda á tímabilinu.
  Það sem ritgerðin leiddi helst í ljós er það að nokkuð bein tengsl eru á milli þróun í íbúafjölda og uppgangs í sjávarútvegi. Sé íbúaþróun í Hrísey skoðuð frá því að Jörundur Jónsson (Hákarla-Jörundur) fluttist til eyjarinnar árið 1862 og fram að aldamótunum 1900 sést að íbúum í eyjunni fjölgaði um 30% á þrjátíu árum. Hefði Jörundur ekki flust til Hríseyjar og með því stuðlað að fjölguna íbúa er líklegt að sagan í dag væri önnur. Síldveiðar Hríseyinga eru ástæða fyrir gífurlegri fólksfjölgun frá 1920 til 1930 en þá fjölgaði Hríseyingum um 65%. Frá 1920 til 1940 fjölgaði þeim um 75% og íbúar árið 1940 voru orðnir 337. Þarna náði íbúafjöldi hámarki og Hrísey, sem tæpum hundrað árum áður var aðeins 25 manna samfélag, var orðin að rúmlega 300 manna sjávarþorpi. Þegar framkvæmdir í sjávarútvegi sem ráðist var í á þessum tíma eru bornar saman við fjölgun íbúa er ljóst að þetta vaxtartímabil í hríseyskri útvegs- og íbúasögu verður seint toppað.

 • Útdráttur er á ensku

  In the year 2000 the fishing industry in Hrísey suffered a major shock when Snæfell, the fish factory in Hrísey that provided work for most of its inhabitants, decided to operate the factory from Dalvík. In Hrísey, a lot of people lost their jobs which has resulted in emigration of about one hundred inhabitants from the island since 1990, when the factory was at its best. This huge decline in population has made life harder for the inhabitants that decided to stay but still fisheries remain the largest industry in Hrísey, occupying 10% of its inhabitants with jobs.
  The main objectives of this project are to provide a comprehensive overview of Hrísey‘s fisheries history during the period from 1850 to 1950 and to observe how this important industry affected Hrísey‘s population development and its economy.
  But how did it all begin? Will this overview in Hrísey‘s history of fisheries reveal that without fisheries, settlement in Hrísey would not be the same as it is today or would the islanders have coped without it? In this project the condition of the fishing industry will be studied long before Snæfell was even an idea. The period from 1850 to 1950 will be researched and hopefully it will provide a picture of the most important factors in the fishing industry at the time and how it compares to the population development.
  What was mainly discovered in this project is that there is a connection between peaks in population development and in the fishing industry that explain the important relationship between these two variables. From the time Jörundur Jónsson (Hákarla-Jörundur) moved to the island in 1862 and until 1900 the population grew by 30%. From the 1920‘s until the 1940‘s there is also a huge growth in population. In these twenty years population grew by 75% and reached its peak. Consequently, in one century, Hrísey went from being a community of only 25 people that relied completely on self-sufficiency to a prosperous fishing village of 300 people. When this era in Hrísey‘s history is compared to the population growth it is pretty clear that this will probably remain as Hrísey‘s golden age of fisheries.

Samþykkt: 
 • 9.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21948


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
klarateitsdottir_lokaritgerd.pdf1.92 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Forsíða.pdf972.91 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna