is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21950

Titill: 
 • Arðsemi mjöl- og lýsisverksmiðju um borð í frystitogara
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessu lokaverkefni er fjallað um arðsemi þess að fjárfesta í mjöl- og lýsisverksmiðju fyrir nýtt frystiskip German Seafrozen Fish. Greindar verða fjórar vinnsluleiðir við veiðar í Barentshafi sem hafa mismunandi samsetningar á hliðarafurðum í HPP-2000 nýja mjöl- og lýsisverksmiðju frá Héðni og skoðað hversu mikið afurðamagn fæst eftir hverri vinnsluleið. Skoðaðir eru helstu kostnaðar- og tekjuliðir verksmiðjunnar fyrir hverja vinnsluleið fyrir sig og hvaða hagnaði það skilar til fyrirtækisins á ársgrundvelli. Mögulegar vinnsluleiðir á afurðum í fiskimjölsverksmiðjum skipsins:
  • Vinnsluleið 1: Hausa, hryggi, afskurði, roð, slóg og lifur.
  • Vinnsluleið 2: Hausa, hryggi, roð, slóg og lifur.
  • Vinnsluleið 3: Hryggi, afskurði, roð, slóg og lifur.
  • Vinnsluleið 4: Einungis slóg í verksmiðju.
  Útreikningar verkefnisins byggja á forsendum frá Óskari Sigmundssyni, forstjóra German Seafrozen Fish ásamt upplýsingum frá framleiðenda verksmiðjunnar um nýtingu á mjöl og lýsi.
  Niðurstöður eru þær að hagnaður er af þrem af fjórum vinnsluleiðum, en síðasta vinnsluleiðin þar sem slóg er einungis brætt skilaði tapi miðað við forsendur verkefnisins. Núvirði fjárfestingarinnar (NPV) er neikvætt af öllum vinnsluleiðunum og því ekki arðbært að ráðast í fjárfestinguna að óbreyttum forsendum. Höfundur verkefnisins telur að 2.000 tonna aflaheimildir skipsins í Barentshafi gætu orðið meiri ef nýta á veiðigetu og stærð skipsins. Næmnigreining leiðir hinsvegar í ljós að 50% aukning á afla myndi gera tvær fyrstu vinnsluleiðir verkefnisins arðbærar. Þar af leiðandi er ekki hagkvæmt að setja upp fiskimjölsverksmiðju í skipið nema að aukning verði á aflaheimildum skipsins.

 • Útdráttur er á ensku

  This paper considers the profitability of investing in a fishmeal and fishoil production system, HPP-2000, from Héðinn hf. for German Seafrozen Fish’s new trawler. Four processing methods are analyzed with different combinations of by-products used as ingredients and how much fishmeal and –oil might be yielded by those. Operating cost and revenues of the factory are examined for each method and how much the company can expect in return of the investment on a one year basis. Byproducts to be processed by the factory:
  • Method 1: Heads, backbones, cut-offs, fish skin and entrails with liver.
  • Method 2: Heads, backbones, fish skin and entrails with liver.
  • Method 3: Backbones, cut-offs, fish skin and entrails with liver.
  • Method 4: Entrails without liver.
  Evaluations of profitability are based on the company’s projected catch quota for their new trawler and data from the factory manufacturer about yield of fishmeal and oil.
  The paper concludes that, while three of four processing methods are profitable and only the final method returns loss, the net present value (NPV) is negative for all those processing methods, making the investment unprofitable. Author conjecture is that 2.000 tons estimated annual catch is rather low for vessel of this size. If catch quota were to be increased by 50%, to fully utilize the ships dimensions, that would turn NPV of two first methods from negative to positive. Consequently it is not profitable to install a fishmeal factory unless the vessel would have larger annual catch quotas of groundfish.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 20.5.2017.
Samþykkt: 
 • 9.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21950


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman Róbert Örn Guðmundsson pdf.pdf1.21 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna