Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21951
Rabarbara (Rheum rhabarbarum) rótin hefur verið nýtt í þúsundir ára í Kína við hinum ýmsu sjúkdómum og þar er hún algengt innihaldsefni í lyfjum. Rabarbari er harðger og vex hér á landi allsstaðar sem honum er komið fyrir. Markmið verkefnisins var að kanna hvort andoxunar virkni og bólguhamlandi virkni væri að finna í rótum og stilkum rabarbara yrkjanna, Victoria og Rotstielig auk þess sem heildar magn fenól efna var mælt. Afurðir voru ýmist frost- eða loftþurrkaðar og þrjár mismunandi aðferðir notaðar til að draga út eftirsóknarverð efni og lífvirkni, annars vegar með vatni og hins vegar með etanóli. Tvær aðferðir voru notaðar til mælinga á andoxunarvirkni í sýnum, DPPH aðferð og heildar andoxunarvirkni. Heildar magn fenóla var ákvarðað og bólguhamlandi virkni mæld með 5-Lox aðferðinni. Niðurstöður sýna að eftirsóknaverða lífvirkni er að finna í rótum og stilkum beggja yrkjanna og almennt var meiri lífvirkni í rótinni en stilknum. Niðurstöðurnar sýna einnig að aðferðir við verkun rabarbarans og útdrátt höfðu áhrif á fenól innihald og lífvirkni í sýnum en lítill munur var á yrkjunum tveimur. Þar sem rabarbari er auðræktanlegur hér á landi og gnægð af í íslensku umhverfi, geta niðurstöður tilraunar nýst við áframhaldandi rannsóknir og nýsköpun við þróun nýrra afurða, svo sem í snyrtivörur, fæðubótarefni, náttúruleg lyf og fleira.
The rhubarb (Rheum rhabarbarum) roots have been used for thousands of years in China against different diseases. Rhubarb is sturdy and grows everywhere where it has been arranged here in Iceland. The aim of
this project was to investigate the antioxidant activity and anti-inflammatory activity as well as measuring the total content of phenolic compounds in the roots and the stalks of two rubarb cultivars, Victoria and Rotstielig. Products were either air- or freeze dried, three different techniques were used for extraction, using either ethanol or water. Two methods were used to measure the antioxidant activity in samples, the DPPH method and Total antioxidant activity. Total phenolic content was determined and anti-inflammatory activity measured using the 5-lipoxygenase method. The main results show that bioactivity was measured in both roots and stalks of the rubarb and generally higher in the roots as compared to the stalks. The results also show that use of different extraction methods affected the phenol content and the
bioactivity measured in samples, but no difference between the two cultivars was observed. The rhubarb is easy to grow in Iceland and the results of this study can be used in continued research for the development of new and innovative products from.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni Sara Björk Gunnarsdóttir 21.05.15.pdf | 1.39 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |