is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21952

Titill: 
 • Hnattræn hlýnun og hugsanleg áhrif hennar á nytjastofna í Norður-Íshafi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Miklar breytingar eiga sér stað í lífríki Norður-Íshafs vegna hnattrænnar hlýnunar. Markmið þessa verkefnis er að skoða nánar þá þætti sem hafa áhrif á lífsskilyrði nytjastofna á svæðinu, þá sérstaklega í Chukchi-hafi. Chukchi-haf hefur í dag mikla frumframleiðni miðað við önnur svæði í Norður-Íshafi en lítið er þar um nytja-fisktegundir. Fjallað verður náið um botnlögun, strauma og veðurfar sem einkennir Norður-Íshaf. Lífríki sjávar verður skoðað sérstaklega, uppruni fisktegunda og lífsskilyrði í Chukchi-hafi. Farið verður yfir þær breytingar sem hafa þegar átt sér stað og hverju má búast við í framtíðinni þegar kemur að veðurfari, ísmyndun og öðrum mikilvægum þáttum sem hingað til hafa hamlað útbreiðslu nytjastofna á svæðinu. Einnig verður skoðað hvaða eiginleika fiskistofnar þurfa að búa yfir til að teljast mögulegir nýbúar í hinu síbreytilegu umhverfi Norður-Íshafs.
  Rannsóknarspurningar ritgerðarinnar eru þrjár:
  1. Hver verða hugsanleg áhrif hlýnunar sjávar á alþjóðlega hafssvæðið í Chukchi-hafi?
  2. Mun sú hlýnun gera svæðið vistvænna fyrir nytjastofna og þ.a.l. opna fyrir möguleikann á fiskveiðum á svæðinu í framtíðinni?
  3. Hvaða nytjastofnar gætu leitað á svæðið í kjölfar hlýnunar?
  Helstu niðurstöður eru þær að vistkerfi Chukchi-hafs hentar vel ákveðnum tegundum en að sama skapi hafa skilyrði á svæðinu hamlað uppgangi nytjastofna. Frumframleiðni svæðisins er ein af þeim mestu í Norður-Íshafi, en hefur hingað til að mestu leyti nýst hvölum og öðrum sjávarspendýrum en einnig botndýrum. Spár um möguleika nytjategunda á borð við kyrrahafsþorsk, loðnu, blettakarfa, alaskaufsa og grálúðu auk snjókrabba og stóra kampalampa á því að leita inn á svæðið eru kynntar m.t.t. fiskveiðimöguleika á alþjóðlega fiskveiðisvæðinu í nyrsta hluta Chukchi-landgrunnsins. Þær nytjategundir sem hafa bestu möguleika á að verða mikilvægir fyrir fiskveiðar í framtíðinni í hinu síbreytilega umhverfi á alþjóðlega fiskveiðisvæðinu eru loðna og snjókrabbi

 • Útdráttur er á ensku

  Significant changes are taking place in the ecosystem of the Arctic Ocean due to global warming. The object of this thesis is to explore the factors that affect the living conditions of commercial marine stocks in the region, particularly the Chukchi-sea. Compared to other areas in the Arctic, the Chukchi-sea has one of the highest primary productivity. The numbers of fish species inhabiting the area, however, are few.
  This thesis will discuss the bottom features, currents and climate of the Arctic Ocean. The characteristics of the marine environment will be summarized, the origin of species and living conditions in the Chukchi-sea included. Light will be shed on the environmental changes that
  have already occurred and speculations will be put forward as to what other possible effects global warming might have on weather and ice formation in the area in the future as well as other important factors that so far have prevented species from inhabiting the region. Finally,
  crucial biological characteristics that must be exhibited by potential newcomer species in order to survive in the ever changing environment of the Arctic Ocean will also be discussed.
  This thesis aims to provide answers to the following questions:
  1. What will be the potential impact of global warming on the international waters within the Chukchi-sea area?
  2. Will the warming make the area more suitable for commercial fish stocks and allow for the possibility for commercial fishing in the area in the future?
  3. What commercial species could potentially inhibit the area as a result of changing environmental conditions due to global warming?
  This thesis concludes that the ecosystem in the Chukchi-sea is well suitable for certain species but at the same time, present conditions hamper the growth of commercial stocks. The primary productivity of the region is one of the greatest in the Arctic Ocean, but has so far
  mostly served as feed for whales and other marine mammals, as well as benthic species. Commercial species such as capelin and snow crab show the most promise for inhibiting and growing substantially in the international fishing waters in the northernmost part of the
  Chukchi-continental shelf area in the future.

Samþykkt: 
 • 9.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21952


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKAVERKEFNIpdf.pdf1.9 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna