is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21955

Titill: 
 • Bakteríustofn af hverastrýtum í Eyjafirði : greining og skimun eftir örveruhemjandi virkni
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þekkt er að sýklar mynda í vaxandi mæli þol fyrir þeim sýklalyfjum sem eru á markaðnum í dag. Eftirspurn eftir nýjum sýklalyfjum á markaðnum er því mikil. Þegar uppgötvanir á örveruhemjandi virkni örvera á landi fóru minnkandi var leitað á aðrar slóðir og hlaut þá hafið aukna athygli. Þar sem aðstæður í sjó eru aðrar en á landi þá framleiða örverur þar oft áhugaverð lífvirk efni. Fjöldinn allur af mismunandi bakteríutegundum hafa verið einangraðar í hafinu á hryggleysingum, plöntum og þörungagróðri. Stofninn 305-18 var einangraður úr þörungagróðri sem óx við hverastrýturnar í Eyjafirði. Frumprófanir sýndu að stofninn hefði örveruhemjandi virkni. Í þessu verkefni var stofninn raðgreindur og kennigreindur. Erfiðlega gekk að einangra erfðaefni stofnsins, það tókst þó eftir nokkrar tilraunir. Ekki tókst að magna upp erfðaefni stofnsins með altækum bakteríuvísum heldur tókst það með fornbakteríuvísum. Eftir raðgreiningu og önnur greiningarpróf reyndist stofninn vera gram jákvæð, staflaga, katalsa- og oxidasa jákvæð Bacillus baktería. Einnig voru gerð á stofninum örveruhemjandi próf til að sannreyna niðurstöður fyrri prófana. Stofninn sýndi ekki lengur örveruhemjandi virkni í strikunarprófunum en það er ekki óþekkt að stofnar tapi virkni ef aðstæður eru ekki til staðar sem stuðla að framleiðslu lífvirka efnisins. Í vaxtartilraun sex mismunandi sýkla með útdrætti stofns 305-18 var þó einhver örveruhemjandi virkni gegn E.coli og E. faecalis, og mikil virkni var gegn C. albicans.

 • Útdráttur er á ensku

  Pathogens have increasingly acquired antibiotic resistance. The antibiotic resistance has been increasing due to misuse of antibiotics. Therefore, the demand for new antibiotics on the market is high. When discoveries of antimicrobial activity of terrestrial microorganisms began to decrease, the ocean was the next place to search in. Because the conditions in the oceans are
  different than that on land, the marine microorganisms often produce interesting bioactive compounds. Great numbers of marine bacterial species have been isolated from invertebrates, plants and algae. The strain 305-18 was isolated from algae that grew on cone-structures that had geothermal activity. Primary tests indicated that the strain produced antimicrobial substances. In
  this project the strain was sequenced and other assays performed. There were difficulties in isolating the DNA from the strain. It was not possible to amplify the DNA using universal bacterial primers but using archaea primers was successful. The strain turned out to be gram positive, rod-shaped, catalase- and oxidative positive Bacillus bacteria. Antimicrobial tests were performed to confirm the previously mentioned antibiotic activity. The strain no longer showed signs of producing antibiotics with the streaking method. In the growth study there was some antimicrobial activity against E.coli and E. faecalis. The most antimicrobial activity was against C. albicans.

Samþykkt: 
 • 9.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21955


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þórhildur Edda Lokaverkefnið.pdf997.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna