is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21957

Titill: 
 • Aðsóknar persónuleikaröskun : einkenni, nálganir meðferðaraðila og meðferðir
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Meðferðir við aðsóknar persónuleikaröskun (e. paranoid personality disorder) hafa ekkert verið rannsakaðar á Íslandi. Aðeins hafa verið gerðar mælingar á algengi persónuleikaraskana á landinu öllu og á stór-Reykjavíkursvæðinu. Aðsóknar persónuleikaröskun er mjög flókin og erfið viðfangs og algengar samgreiningar valda því að mun erfiðara er að greina aðsóknar persónuleikaröskun eina og sér og veita við henni viðeigandi meðferð.
  Markmið: Markmið rannsóknarinnar er að skoða hvaða sálfræðilegu meðferðir geti skapað betri meðferðar niðurstöður fyrir skjólstæðinga á geðsviði landspítalans og hjá stofnunum sem að heyra undir fangelsismál á Íslandi, við aðsóknar persónuleikaröskun og draga þannig úr sálrænum og hegðunartengdum vanda þeirra. Leitast verður við að skoða þær sálfræðilegu meðferðir sem að hafa gefið góða raun í klínísku starfi erlendis frá.
  Rannsóknarsnið: Valið var yfirlits rannsóknarsnið (e. literature review) en í því felst að safnað var saman þeim helstu erlendu og innlendu rannsóknum á meðferðum við aðsóknar persónuleikaröskun.
  Niðurstöður: Gott meðferðarsamband við einstaklinga með aðsóknar persónuleikaröskun er mikilvægur þáttur í meðferðarheldni og útkomu meðferðar. Án þess mun valin meðferð ekki bera árangur. Þær meðferðir sem sýnt hafa árangur við persónuleikaröskunum eru díalektísk atferlismeðferð (e. Dialectic-behaviour therapy, DBT), skema meðferð (e. schema-therapy) og cognitive-analytic therapy, CAT og er hver meðferð sniðin að þörfum einstaklinga með alvarlega geðsjúkdóma og persónuleikaraskanir.

 • Útdráttur er á ensku

  No research has been done on the treatment of paranoid personality disorder (PPD) in Iceland. Some research has been done on the prevelance of personality disorders in Iceland in the Reykjavik metropolitan area. PPD is an complex disorder and not easily diagnosed or treated. Comorbidity with other disorders makes it hard to find appropriate treatment for PDD that can be used in forensic areas such as psychiatry hospitals and in prisons.
  Purpose: The main purpose of this research is to determine interventions for clients of welfare service in the deparment of prisons and corrections in Iceland and for the psychiatry department of the Landspitali -university hospital (LSH), for PDD. With the intent to reduce the psychological and behavioural burden of the disorder for patients, caretakers and society alike. Therefore the aim of this paper is to examinet research databases to get a comprehensive view over the literature done on PDD.
  Research design: The main aim of the study is to search for meta-analysis and literature reviews from foreign and Icelandic studies.
  Results: Therapies like dialectic-beahavioural therapy, schema therapy and cognitive-analytical therapies are all known as effective for personality disordered individuals when they are researched as a whole. Where as every one of them are specifically tailored to the symptoms of a specific personality disorder. The therapeutic relationship is the biggest factor for any of these interventions to be effective, especially with paranoid personality disordered individuals.

Samþykkt: 
 • 9.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21957


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Aðsóknar persónuleikaröskun Anton S. Birgisson.pdf383.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna