Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/21958
Í þessari greiningu eru tengl skoðuð á milli spilunar skotleikja og ýgigirni í unglingum á Íslandi útfrá gögnum EUNET-ADB. Slíkt er mörgum áhyggjuefni núna á síðari árum þar sem að sýndarveruleikinn sem að slíkir leikir bjóða upp á alltaf að verða raunverulegri og raunverulegri. Einnig er farið yfir fyrri rannsóknir og stöðu umræðunnar um þessi tengsl. Litið er á rannsóknir frá báðum hliðum og reynt að finna meginpunktana ásamt því að skoða þær kenningar sem að helst eru notaðar til að útskýra spilun eða inntöku efnis af þessu tagi. Tengslin skoðuð útfrá ónæmiskenningunni, útræslu og uppfyllingu Langana. Auðséð að ekki er mikil samstaða meðal rannsakenda varðandi endanlega niðurstöðu en meginpunkturinn virðist vera að áhrifin séu til staðar en orsök þeirra sé ekki á hreinu, sér í lagi með tilkomu nýrri rannsókna sem að skoða frekar aðra þætti en ofbeldið sem að birtist á skjánum. Gengið er útfrá því í þessari greiningu að þessi tengsl séu til staðar á milli spilunar og ýgi en þó séu fleiri þættir sem að vert er að skoða áður en sagt er til um hvað er megináhrifavaldurinn. Niðurstaðan úr greiningu gagna sýnir að vissulega er tenging til staðar en þó er möguleiki á að hér sé um að ræða kynjabundin mun. Farið er yfir hvaða framtíðarrannsóknir eru mögulegar á sama sviði og með sömu gögnum ásamt því hvað þarf að hafa í huga við gerð slíkra rannsókna. Lokapunkturinn er svo hversu margir nýjir þættir hafa komið fram á síðust árum með rannsóknum á fleiri mögulegum árhifavöldum en einungis ofbeldisfulla efninu sem að miðillinn getur sýnt og nauðsyn þess að líta eftir eða taka tilit til þeirra í frekari rannsóknum á þessu sviði.
The current study focuses on potential connections between the playing of shooting-games and aggression in adolescents in 9th-10th grade in primary schools in Iceland according to data from EUNET-ADB. Worries about this issue becoming more and more prevelant as the graphics and look of these games becomes more and more realistic. A look on previos research shows quite a lot of disagreement in the field but the main point seems to be that a connection is in place but the exact cause is unclear, especially in the advent of researchers looking at it from angles other than the violent content being the cause. Some of the other reasons are stated and the connection looked at from the basis of desensitization, catharsis and fullfillment of longings. The theory here is that a connection is in place but the reason cannot be ascertained though certain points implicate gender difference. As a final note some further research subjects using this dataset could be done as well as some of the flaws of research of this kind. The effects of research indicating the multiple other possible influence factors show that only looking at the violent content may be a moot point and further inquiry needs to take those into account.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Tengsl Skotleikjaspilunar og Árásarhneigðar.pdf | 653.68 kB | Open | Heildartexti | View/Open |