en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/21960

Title: 
  • Title is in Icelandic Taugalífeðlisleg áhrif núvitundar : niðurstöður myndgreiningarannsókna
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Áhugi á núvitundarmiðuðum inngripsaðferðum hefur aukist á síðastliðnum áratugum en þær hafa að miklu leyti verið nýttar til að draga úr streitu, stuðla að vellíðan og meðhöndla langvarandi sjúkdóma, ásamt því að gagnast í meðferð geðsjúkdóma. Á undanförnum árum hafa framfarir í taugavísindunum leitt til aukins skilnings á uppbyggingu og starfsemi heilans og myndgreiningarannsóknir hafa í auknum mæli beinst að taugalíffræði meðvitundar. Rannsakendur leitast nú eftir því að leiða í ljós hvaða undirliggjandi taugalífeðlisleg ferli eru að baki iðkunar á núvitund og hvort núvitundariðkun hafi áhrif á sveigjanleika heilans. Tilgangur þessarar yfirlitsgreinar var að varpa ljósi á taugalífeðlisleg áhrif núvitundar á formgerð og virkni heilans en lögð var áhersla á niðurstöður MRI og fMRI myndgreiningarrannsókna. Þrír gagnagrunnar voru notaðir við kerfisbundna leit að rannsóknum sem lýstu áhrifum núvitundarþjálfunar á taugastarfsemi og byggingu heilans. Allar 26 rannsóknirnar sem leitin skilaði sýndu fram á áhrif núvitundarþjálfunar á formgerð og/eða virkni heilans. Tuttugu fMRI rannsóknir leiddu í ljós að núvitundariðkun hefði áhrif á og tengsl við virkni í möndlu, fremri og aftari gyrðilsberki, eyjarblöðum og ýmsum framheila-, hvirfilblaða- og skynsvæðum heilans. Sjö MRI rannsóknir bentu til þess að núvitundarþjálfun hefði áhrif á formgerð heilans, þá sérstaklega á þéttleika og rúmmáli gráa efnis í möndlu, eyjarblöðum, dreka, skynberki og rófukjarna. Niðurstöðurnar veita innsýn í þau taugalífeðlislegu ferli sem núvitundariðkun hefur í för með sér þrátt fyrir ýmsar takmarkanir á aðferðum rannsóknanna. Gefið er til kynna að inngripsaðferðir byggðar á núvitund geti dregið úr ýmsum geðrænum einkennum, ásamt því að nýtast þeim sem þjást af taugahrörnunarsjúkdómum. Einnig benda niðurstöður til þess að iðkun á núvitund hafi jákvæð áhrif á hugræna getu og lífsgæði einstaklinga almennt.

  • Mindfulness-based interventions are increasingly being used for stress, psychological well being, coping with chronic illness as well as adjunctive treatments for psychiatric disorders. Advances in neuroscience have led to a deeper understanding of the structure and function of the brain and recent neuroimaging studies have focused on the neurobiology of consciousness. Researchers now seek to reveal the underlying neurophysiological processes associated with the practice of mindfulness and whether it affects the neuroplasticity of the brain. The purpose of this literature review was to identify the state of knowledge on the neurophysiological effects of mindfulness practice, focusing on results from MRI and fMRI imaging studies. A comprehensive systematic literature search was performed using three databases to identify studies quantifying the impact of mindfulness practice on neurological factors. The search yielded 26 studies demonstrating the effects of mindfulness practice on brain activity and/or structure. A review of this literature revealed compelling evidence that mindfulness impacts the function of the amygdala, anterior and posterior cingulate cortex, insula and various areas of the cortex. Structural imaging studies are consistent with these findings and indicate changes in the amygdala, insula, hippocampus, sensory cortex and caudate nucleus. Despite various limitations of research methods, the current literature provides evidence of brain regions and networks relevant to the understanding of neural processes associated with mindfulness. Mindfulness-based interventions are shown to reduce various psychiatric symptoms, as well as benefiting those suffering from neurodegenerative diseases. Additionally, the results suggest that mindfulness practice has a positive effect on cognitive ability and quality of life in general.

Accepted: 
  • Jun 9, 2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21960


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Caroline Patricia Simm-BA ritgerð-Lokaeintak.pdf1.26 MBOpenHeildartextiPDFView/Open