is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21962

Titill: 
  • Hefndarklám á Íslandi : tíðni hefndarkláms og áhrif á andlega líðan
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hefndarklám (revenge porn) er nýlegt hugtak sem hefur verið mikið í umræðunni undanfarið. Hefndarklám er grafalvarlegt samfélagsmein sem getur haft vondar afleiðingar í för með sér þar sem persónulegu kynferðislegu myndefni er dreift gegn vilja einstaklings og í sumum tilfellum án hans vitundar. Einn af áhættuþáttum hefndarkláms eru svokölluð kynboð (sexting) en þau eru notuð sérstaklega af ungu fólki til samskipta og þá sérstaklega milli fólks í rómantískum hugleiðingum. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tíðni hefndarkláms á Íslandi og hugsanleg tengsl þess við streitu, kvíða, þunglyndi og sjálfstraust. Einnig voru skoðuð tengsl aldurs og kyns við hefndarklám. Þátttakendur voru í heildina 470 á aldrinum 12 ára og eldri. Konur voru 310 (66%) og karlar voru 160 (34%). Lagðir voru fyrir tveir kvarðar, annar var Rosenberg kvarðinn The Rosenberg self-esteem scale (RSES) sem mælir almennt sjálfsálit og svo Depression, Anxiety and Stress Scales (DASS21) sem mælir þunglyndi, kvíða og streitu. Auk þess var lagður fyrir spurningalisti með 15 spurningum sem varðaði þátttakendur sjálfa og tengsl við hefndarklám. Tilgátur rannsóknarinnar voru tvær, tilgáta 1 var að þolendur hefndarkláms séu líklegri til að þjást af þunglyndi, kvíða, streitu og lélegra sjálfsáliti heldur en þeir sem ekki hafa orðið fyrir hefndarklámi og tilgáta 2 að þeir sem sem hafa lent í hefndarklámi séu líklegri til að hafa orðið fyrir einhverskonar ofbeldi áður. Niðurstöður sýndu að þolendur hefndarkláms skoruðu að meðaltali hæst á öllum kvörðunum. Þolendur hefndarkláms sem tóku þátt í að svara DASS21 kvarðanum komu að meðaltali verst út úr kvarðanum um kvíða og skást út úr þunglyndis kvarðanum. Þolendur hefndarkláms mældust að meðaltali með lægsta sjálfsálitið úr öllum hópunum og í hópi þeirra sem ekki höfðu orðið fyrir hefndarklámi voru þátttakendur að meðaltali með hæsta sjálfsálitið. Þolendur hefndarkláms mældust að meðaltali með alvarlegan til mjög alvarlegs kvíða, þunglyndi mældist í meðallagi og í meðallagi til alvarlegs streitu.

  • Útdráttur er á ensku

    Revenge porn is a new concept that has been much debated lately. Revenge porn is a very serious harm for society which can result in bad consequenses, whereas personal sexual footage is distributed against the will of an individual and in some cases without his knowledge. One of the risk factors of revenge porn is the so called sexting but it is specially used by young people for communications and specially by people in romantic contemplation. The goal of this research was to investigate the rate of revenge porn in Iceland and possible connections between revenge porn and stress, anxiety, depression and self esteem. We also investigated relations of age and sex to revenge porn. Participants were a number of 470 from the age of 12 years and older. Women were 310 (66%) and men were 160 (34%). Two scales were used, one was the Rosenberg self-esteem scale (RSES) which measures self esteem in common, and the other one was Depression, Anxiety and Stress Scales (DASS21) which measures depression, anxiety and stress. In addition we had a questionnaire with 15 questions about the participants themselves and relations to revenge porn. The hypothesis of the study was two, hypothesis 1 was that the victims of revenge porn are more likely to suffer from depression, anxiety, stress and poor self esteem than those who have not suffered revenge porn and hypothesis 2 was that those who have suffered revenge porn are more likely to have suffered some kind of violence before. The results showed that the victims of revenge porn which participated in the DASS21 scale scored lowest on the scale of anxiety and highest on the scale of depression. Victims of revenge porn were measured as the group with the lowest self esteem of all the groups, and in the group of those who had not been the victim of revenge porn the participants had the highest selt esteem. Victims of revenge porn were measured with anxiety from a level of serious anxiety to very serious anxiety. Depression was measured in an average level, and stress was measured from average to a serious level.

Athugasemdir: 
  • Athugasemdir er á óskilgreindu tungumáli Verkefnið er lokað til 12.12.2111.
Samþykkt: 
  • 9.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21962


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð-2015-Hefndarklám-loka útgáfa 2015.pdf606.51 kBLokaður til...12.12.2111HeildartextiPDF