is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21964

Titill: 
  • Áhrif persónuleika á eyðslu : samband úthverfu/innhverfu og ráðstöfun persónulegra útgjalda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að svara spurningunni hvort tengsl væru á milli persónuleikavíddarinnar úthverfu/innhverfu og eyðslu þátttakenda ásamt því að kanna samband eyðslu þeirra í ákveðna hluti eða athafnir. Til að mæla persónuleika einstaklinga var notast við stytta útgáfu spurningalista Eysenck (e. Eysenck personality questionnaire - Revised (EPQ-R)) sem þýddur hefur verið á íslensku. Stytta útgáfan mælir fjórar víddir: úthverfu, taugaveiklun, harðlyndi, lygar (e. Extraversion, Neuroticism, Psychoticism, Lie). Eyðsla einstaklinga var mæld með spurningum útbúnum af rannsakanda sem spurðu út í eyðslu þeirra í ýmsan varning, þjónustu og athafnir yfir tveggja mánaða tímabili, jafnt sem spurningar um hvaða form greiðslu þeir notast við og spurningum tengdum notkun vefverslana og samfélagsmiðla. Þátttakendur voru háskólanemar (n=186) allir sem tóku þátt voru 18 ára eða eldri (fjárráða). Þeir svöruðu spurningalista sem inniheldur EPQ-R persónuleikapróf ásamt öðrum spurningum í námslotu fyrir íslenska háskólanema. Niðurstöður benda til þess að taugaveiklun hafi fylgni við tómstundir og menningartengda neyslu. Fylgni fannst milli lygakvarða EPQ og eyðslu í áfengi, tóbak, hótel og veitingastaði. Neikvæð fylgni var til staðar milli úthverfu/innhverfu og taugaveiklunar. Þáttagreining sýndi aðra þáttagerð en núverandi handbók EPQ-R. Jafnframt var breytileiki í svörum lítill sem skilar sér í óljósum niðurstöðum þegar kemur að sambandi eyðsluþátta og innhverfu/úthverfu.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this research was to answer the question: is there a connection between extroversion/introversion and spending behavior. Correlations between different types of spending and between personality and spending where examined. Eysenck personality questionnaire - Revised (EPQ-R) was used to measure the following personality traits, extraversion, neuroticism, psychoticism and lie, along with 14 question about everyday spending, use of internet shopping, social networking and choice of payment were also administered. Participants were university students (N=186), participants had to be 18 years or older (financially independent). They answered a test that contains EPQ-R and other questions during study session for Icelandic university students. Results indicate correlation between neuroticism and spending on hobbies and cultural events. Negative relationship was also found between the dimension lie and spending on tobacco, alcohol, hotels and restaurants. Negative relationship was found between neuroticism and extraversion.The factor analysis of Eysenc’s EPQ-R shows that many of question relate to different factor than the original test key provides. Variability in participants test answers was little wich couses unclear result when it comes to relationship between consumer spending and extraversion/introversion.

Samþykkt: 
  • 9.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21964


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eyþór.Gunnarsson..Lokaskil.B.A.pdf689.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna