is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21971

Titill: 
  • Lífsins sorg : ferðalag án áfangastaðar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á seinustu árum hefur hugtakið sorg verið skoðað sífellt meira og þá í tengslum við sjúkdómsflokkun. Sorg er eitthvað sem við göngum öll í gegnum einhvern tímann á lífsleiðinni og á sér stað þegar við syrgjum ástvin okkar. Fyrir suma verður sorgin yfirþyrmandi og viðkomandi á erfitt með að innþætta missinn í líf sitt og upplifir tilfinningar sem hann kemst ekki yfir. Í þessu samhengi þótti fræðamönnum ástæða til þess að slík sorg yrði flokkuð sem sjúkdómur, svo frekar væri unnt að hjálpa þeim einstaklingum sem glíma við hana.
    Margbrotin sorg (e. complicated grief) er skilgreind í handbók geðraskana, DSM-5 (e. Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders, Fifth Edition sem „þrálát flókin röskun vegna ástvinamissis“ (e. persistent complex bereavement disorder). Um er að ræða einkennamynstur þar sem veruleg sorg er viðvarandi hjá einstaklingi sem hefur misst ástvin. Sorgin er slík að ástandið spillir lífi viðkomandi og rýrir lífsgæði hans. Til að greinast með röskunina þurfa einkenni að hafa verið til staðar í tólf mánuði (sex mánuði ef barn á í hlut).
    Í þessari heimildaritgerð voru skoðaðar heimildir í þeim tilgangi að fjalla um dauðann, sorgina og hvernig hægt er að hjálpa þeim einstaklingum sem sorgin ber yfirliði. Leitast var við að skilgreina þessi atriði og að finna heimildir þar sem meðferðarúrræði við margbrotinni sorg eru skoðuð. Nokkrar meðferðir eru ræddar en áherslan er á hugrænni atferlismeðferð og hvernig hún hefur verið sniðin að því að hjálpa einstaklingum með margbrotna sorg. Heimildasöfnun leiddi í ljós að hugræn atferlismeðferð þykir hafa sýnt fram á árangur í því samhengi. Enn fremur hefur verið sýnt fram á að ekki er hægt að koma í veg fyrir að einstaklingur upplifi margbrotna sorg en hana sé vel hægt að meðhöndla.

  • Útdráttur er á ensku

    In recent years the concept of grief has been researched increasingly in relation to disease classification. Grief is something everyone goes through at some point in their lives and happens when we grieve a loved one. For some, grief can become overwhelming and the individual has a hard time coming to terms with the fact that his loved one is gone. In that context, theoreticians and scholars believe that there is a reason to classify grief as a disease, so as to be further able to help the individual overcome the grief he experiences.
    In the Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders, Fifth Edition, complicated grief is identified as „persistent complex bereavement disorder“. The disorder consists of severe grief responses that interfere with the individual‘s capacity to function in everyday life. To be diagnosed with the disorder, an individual needs to have experienced severe grief responses for at least twelve months (six months for a child) following the death of a loved one.
    The aim of this thesis was to look at references concerning death and grief and ways to help individuals who find themselves overwhelmed with grief. As these topics are identified, treatments for complicated grief are discussed. A few treatments are further talked about but the focus is on cognitive behavioral therapy and how that treatment has been tailored to meet the needs of individuals dealing with complicated grief. References show that cognitive behavioral therapy has, in the context of complicated grief, been successful. Further references demonstrate that complicated grief can surely be treated but not prevented.

Samþykkt: 
  • 9.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21971


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA RITGERÐ - Lífsins sorg, Ferðalag án áfangastaðar - Sigrún Edda Sigurjónsdóttir .pdf448,71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna