Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21976
ADHD er taugafræðileg röskun sem enkennist af langvarandi vanda tengdum athygli, hvatvísi og ofvirkni. Einkennin eru ekki í samræmi við þroska en þau þurfa að vera komin fram fyrir 12 ára aldur. Til meðferðar á röskuninni eru örvandi lyf algengust og eru þau notuð sem fyrsti valkostur en einnig er notast við sálfélagslegar meðferðir á borð við hugræna atferlismeðferð og atferlismótun.
Núvitund á rætur sínar að rekja aftur um 2500 ár til búddískrar heimspeki. Í núvitund beitir einstaklingur meðvitaðri skynjun á hugsanir og tilfinningar sínar án þess að leggja dóm á þær eða skilgreina. Nokkrar meðferðir hafa verið búnar til út frá núvitund á borð við MBCT, MYmind og MAPs, en allar þessar meðferðir eiga það sameiginlegt að hjálpa einstaklingum að verða meðvitaðir um hugsanir, tilfinningar og líkamsskynjun í stað þess að reyna breyta eða draga úr þeim.
Tilgangur þessarar ritgerðar var að kanna stöðu þekkingar á áhrifum núvitundarmeðferða á einstaklinga með ADHD en alls fundust fimm rannsóknir þess efnis. Það sem greinir á milli rannsóknanna var breytileiki úrtakanna, en þau einkenndust ýmist af börnum, unglingum, fullorðnum og aðstandendum þeirra. Einnig voru inngripin af mismunandi toga þar sem beitt var meðferðum á borð við MBCT, MYmind, MAPs ásamt blönduðum inngripum sem byggja á núvitund.
Niðurstöður leiddu í ljós að einbeiting (attention) og sjálfsstjórn (self-control) jukust hjá þátttakendum þar sem áhrifastærðirnar voru miðlungs. Þunglyndi minnkaði þar sem áhrifastærðin fór úr lítilli yfir í stóra. Marktækt dró úr athyglisbresti þar sem áhrifastærðin var einnig stór, en þar að auki minnkuðu einkenni ofvirkni/hvatvísi samkvæmt mati foreldra (parent report). Samkvæmt YSR listanum minnkuðu einkenni innhverfra (internalizing) vandamála hjá þátttakendum, hins vegar voru ekki framfarir á úthverfum (externalizing) vandamálum. Hjá foreldrunum jókst núvitundarmiðað uppeldi (mindful parenting) og foreldrasteita (parenting stress) minnkaði.
Í rannsóknunum sem stuðst við var skortur á samanburðarhópi, jöfnu kynjahlutfalli og takmörkun á truflandi breytum. Þörf er á frekari rannsóknum með betra innra og ytra réttmæti til að auka alhæfingargildi niðurstaðna. Í framtíðinni væri athyglisvert að skoða hvort að núvitundarmeðferðir geti aukið námsárangur skólabarna.
ADHD is a neurological disorder, characterised by persistent problems regarding attention, impulsiveness and hyperactivity. The symptoms are not consistent with maturity but they do have to have emerged before the age of twelve. The most common form of treatment of the disorder is in the form of stimulant drugs, which are used as a first option but also psychosocial therapy is applied, such as cognitive behavioural therapy and behaviour therapy.
Mindfulness can be traced back to Buddhist philosophy 2500 years ago. Through mindfulness, an individual applies conscious perception on thoughts and feelings without judging or analysing. A number of methods have been developed from mindfulness such as Mindfulness-Based Cognitive Therapy (MBCT) and Mindfulness-Based Stress Reduction. These methods share the objective of helping individuals become more conscious about their own thoughts, feelings and physical perception instead of trying to avert them or change.
The purpose of this paper was to study the knowledge of the effect of mindfulness-based approaches on individuals with ADHD but altogether five researches on the topic were found.
What separated these different researches was the variability of the samples; they consisted of children, teenagers, adults and their relatives. Furthermore, the means of intervention varied in treatments such as MBCT, MYmind, MAPS as well as in combinations of mindfulness-based approaches.
Results show that attention and self-control improved for participants where effect size was moderate. Depression became less where the effect size went from small to large. There was significantly less attention deficit where the effect size was large and symptoms of hyperactivity/impulsivity lessened according to parent report. According to the YSR list, participants’ symptoms of internalizing behaviours became less severe but there was no improvement in terms of externalizing behaviours. With parents, mindful parenting improved and parenting stress became less.
Lack of control group, sex ratio and limiting of confounding variables existed in the researches explored. There is need for further research with better inner validity and external validity to strengthen the generalisation of results. In the future, it would be interesting to study whether mindfulness-based approaches can improve school children’s academic performance.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ritgerðin-sjálfSBE.pdf | 824,5 kB | Lokaður til...12.04.2060 | Heildartexti |