Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/21985
Í ritgerð þessari er sjónum beint að helstu fríverslunarsamningum sem Ísland hefur gerst aðili að frá lýðveldisstofnun, þann hag sem íslenskt efnahags- og viðskiptalíf hefur haft af þeim og þau álitamál og deiluefni sem risu við samningsgerð þeirra og fullgildingu. Fjallað er um aðild Íslands að fríverslunarsamningum, tollabandalögum og fríverslunarsvæðum, með sérstaka áherslu á Alþjóðaviðskiptastofnunina (WTO), Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA) og Evrópska efnahagssvæðið (EES).
Sérstakri athygli er síðan beint að nýjasta fríverslunarsamningi íslenska ríkisins, sem gerður var við Kínverska alþýðulýðveldið. Fjallað er um líkindi þess samnings við aðra tvíhliða saminga sem Ísland hefur gert og í hvaða atriðum samningurinn við Kína er frábrugðinn öðrum slíkum samningum. Skoðað verður hvaða atriði mæltu með og á móti fullgildingu hans og einnig hvort eitthvað meira en viðskiptalegur áhugi gæti legið að baki vilja kínverskra yfirvalda til að semja um tvíhliða fríverslunarsamning við Ísland.
Meginniðurstaðan er sú, að þrátt fyrir öll þau álitamál sem upp hafa komið við fríverslunarsamningagerð Íslands, þá hafi ávinningurinn sem hlotist hefur af þessum samningum heilt á litið verið töluverður. Þrátt fyrir að við séum lítil, einangruð þjóð lengst úti í hafi, þá höfum við náð að styrkja tengsl okkar út um allan heim, viðskiptalega og stjórnmálalega séð.
In this essay the focus will be on the major free trade agreements that Iceland has been a member of since the Republic, the benefits that the Icelandic economy and the business community has had of them and the issues and the subjects of discussion that arose with the negotiations and ratification. Iceland's membership to the free trade agreements, customs unions and free trade areas are discussed, with special emphasis
on the World Trade Organisation (WTO), the European Free Trade Association (EFTA) and the European Economic Area (EEA).
Special attention is then directed to the latest free trade agreement of the Icelandic state, concluded with the People‘s Republic of China. Other bilateral agreements concluded by Iceland are taken into discussion and comparison to the one with China, particularly to evaluate in what respects the agreement with China is different from
other such agreements. Any factors in favor of and against ratification of the agreement will be viewed, and furthermore it is taken into discussion whether something more than a commercial interest could lie behind the interest of Chinese authorities to negotiate a bilateral free trade agreement with Iceland. The main conclusion is that, despite all the issues that have arisen with the making of the free trade agreements of Iceland, the benefits gained by these agreements have been considerable. Despite the fact we are a small, isolated nation far out in the Northern sea, we have managed to strengthen our relationships around the world, commercially and politically.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaskil.pdf | 510,14 kB | Locked | Heildartexti |