Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21987
Þróun aðferða til eftirlits með einstaklingum hefur tekið miklum framförum á undanförnum árum. Í kjölfar hryðjuverkaárása á vestræn ríki hafa ríkisstjórnir leitað leiða til að sporna við þeirri ógn og hafa komið á fót nýjum eftirlitsaðferðum með það að markmiði að tryggja öryggi borgara sinna. Ein gerð af þessu aukna eftirliti er lögbundin gagnageymd þar sem stjórnvöld skylda fjarskiptafyrirtæki til að varðveita gögn með upplýsingum um rafræn samskipti viðskiptavina sinna. Evrópudómstóllinn hefur kveðið upp mikilvægan dóm um framkvæmd gagnageymdar og þau skaðlegu áhrif á frelsi einstaklinga sem af henni leiðir. Sá dómur gefur tækifæri til að meta lögmæti íslenskra laga um gagnageymd með samanburði á ákvæðum íslenskra laga og sjónarmiða Evrópudómstólsins. Eins sýnir dómaframkvæmd Hæstaréttar að íslensk stjórnvöld beiti gagnageymd í vægari málum en henni var ætlað að sporna gegn. Grundvallarniðurstaða ritgerðarinnar er að það eru til staðar íslensk lög sem brjóta gróflega gegn mannréttindum Íslendinga. Á meðan slík lög eru í gildi geta íslensk stjórnvöld vart staðið upprétt og talið sig vera ríki sem kappkostar að vernda mannréttindi ríkisborgara sinna.
Technological development in surveillance methods has evolved dramatically in the last years. Following acts of terrorism on western states, governments have been seeking new methods in the war against terror. One of these new types of surveillance is data retention, where telecommunication companies have a legal duty to store the electrical communication metadata of all their users in order for law enforcement agencies to use in their fight against crime. The European Court of Justice (ECJ) has made a watermark decision on the legality of data retention laws providing the opportunity to evaluate whether Icelandic data retention legislation ordering telecommunication companies to store metadata can be justified based on the decision of the court and the case law the ECJ builds its judgement upon. Rulings of the Icelandic Supreme Court provide information that access to metadata is allowed in cases where the severity of the offence cannot be considered of the kind that data retention laws were supposed to apply to. This essay provides an argument that Icelandic data retention laws are in violation of human rights and the laws should be abolished without delay. In the meantime the Icelandic government cannot be considered one that protects and promotes the human rights of Icelandic citizens.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
B.A v.1.6.pdf | 702.98 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |