Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21991
Í ritgerð þessari verður fjallað um heimildir sem sveitarfélög hafa til eignarnáms samkvæmt núgildandi skipulagslögum og samkvæmt þeim lögum sem áður hafa gilt um sama efni. Einnig verður fjallað um eignarnám og þau skilyrði sem þarf að uppfylla til þess að möguleiki sé að taka eitthvað verðmæti eignarnámi, bæði samkvæmt lögum um framkvæmd eignarnáms og öðrum sérlögum. Lög um framkvæmd eignarnáms fjalla ekki um sjálfa eignarnámsákvörðunina en í ritgerð þessari verður það efni sérstaklega tekið til skoðunar, ásamt umfjöllun um skipulagsskyldu sveitarfélaga. Eignarétturinn er stjórnarskrárvarinn og því eru ströng skilyrði fyrir því að eignarnám nái fram að ganga. Það er mikilvægt að sveitarfélög gæti að málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttarins við töku ákvarðana um eignarnám en þar skipta mestu máli reglurnar um meðalhóf, jafnræði og málefnaleg sjónarmið.
This thesis will address the legal authority that local goverments have to expropriation under current planning law and under the law previously
applied for these issues. There will also be a discussion of expropriation and the conditions required for the possibility to expropriate any property of value, both under the Expropriation Act and other special laws. The Expropriation Act is not about the decision of expropriation itself, but in this thesis the subject will be discussed specifically, as well as a coverage of local government planning obligation. Property right is constitutionally protected, and there are strict conditions for the expropriation to follow through. It is
important that local governments follow closely administrative procedures in making decisions on expropriation, such as principles of proportionality, equality and objectivity.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Þuríður _Pétursdóttir_ML_íprentun.pdf | 828,86 kB | Lokaður til...11.05.2025 | Heildartexti |