is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21996

Titill: 
 • Pre-workout drykkir og tannheilsa
 • Titill er á ensku Pre-workout drinks and dental health
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur: Þessi ritgerð er liður í lokaverkefni til B.S. gráðu vorið 2015 í tannsmíði frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands. Leitað var svara við eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hver er þekking íþróttamanna og almennings á neyslu pre-workout drykkja í tengslum við tannheilsu? Hvert er sýrustig pre-workout drykkja, er grundvöllur fyrir því að áætla að slíkir drykkir valdi glerungseyðingu? Hver er þörfin á aukinni fræðslu á notkun pre-workout drykkja? Aðalmarkmið rannsóknarinnar var að kanna neyslu og þekkingu Íslendinga á pre-workout drykkjum í tengslum við tannheilsu. Glerungseyðingarmáttur pre-workout (PWD) drykkja var metinn út frá prósentu þyngdartapi tannbrota á tilraunastofu. Út frá niðurstöðum væri hægt að meta hvort að þörf sé á meiri þekkingu á notkun drykkjanna.
  Aðferðir: Gerð var megindleg rannsókn. Rafrænum spurningalista var dreift um netið. Spurningalistinn samanstóð af 29 spurningum og var opinn öllum þeim sem vildu taka þátt. Niðurstöður voru settar upp á myndrænan hátt í töflur og gröf. Samanburður var gerður á milli aldurs, kynja og íþróttaiðkunar. Sýrustig tíu mismunandi pre-workout drykkja var mælt með pH greiningu. Glerungseyðingarmáttur þeirra var skoðaður út frá prósentu þyngdartapi tannbrota sem legið höfðu í drykkjarsýnum í 9 daga. Sambærilegar íslenskar og erlendar rannsóknir voru notaðar til samanburðar á niðurstöðum.
  Niðurstöður: Alls tóku 533 þátt í rafrænni spurningakönnun sem lögð var fyrir og af þeim neyttu 80% þátttakenda pre-workout drykkja. 87% af þeim voru íþróttamenn og 66% almenningur. 70% unglinga undir 18 ára neyttu drykkjanna. 87% íþróttamanna og 89% almennings hafði ekki fengið fræðslu um áhrif PWD á tannheilsu. Sýrustig pre-workout drykkjanna var að meðaltali pH 4,1 og meðal prósentu þyngdartap tannbrotanna 8,6%. Hæsta prósentu þyngdartap úr rannsókninni mældist 14,3%.
  Ályktun: Niðurstöður sýna að þekking er lítil á áhrifum pre-workout drykkja á tannheilsu. Þeir valda glerungseyðingu að einhverju leyti, en minni hætta stafar þó af þeim samanborið við íþróttadrykki, líkt og Gatorade. Upplýsa mætti neytendur betur um rétta neysluhætti súrra drykkja, til að lágmarka hættu á glerungseyðingu.
  Lykilorð: Pre-workout drykkir, fæðubótarefni, tannheilsa, sýrustig, glerungseyðing.

 • Útdráttur er á ensku

  Purpose: This thesis is a project towards a B.S. degree in dental technology from the Faculty of Odontology at the University of Iceland. It’s purpose was to seek answers to the following research questions: What is the knowledge of athletes and the public on consumption of pre-workout drinks in regards to dental health? What is the pH value of pre-workout drinks, are there grounds to assume those kind of drinks lead to dental erosion? Is there requirement to increase knowledge regarding use of such drinks? The primary goal of this study was to examine the consumption and knowledge of Icelanders on pre-workout (PWD) drinks in relation to oral health. The erosive effect of pre-workout drinks was determined as the percentage weight loss of tooth pieces in vitro. The results could help assess if more knowledge is needed on uses of those drinks.
  Methods: The study used quantitative research methods. An online questionnaire was distributed throughout the internet. The questionnaire consisted of 29 questions, which was open to anyone willing to participate. Results were set up graphically as charts and graphs. Groups were compared regarding age, gender and sports activity. The pH value of ten different pre-workout drinks was determined as the percentage of tooth loss of tooth pieces after immersion in the drinks for 9 days. Icelandic and foreign studies were used to comparison with the results.
  Results: A total of 533 participated in the online questionnaire, 80% of the participants consumed pre-workout drinks. 87% of them were athletes and 66% public. 70% adolescents under 18 years of age consumed these drinks. 87% of athletes and 89% of the public had not received any information about the impact of PWD on dental health. The average pH level of pre-workout drinks was 4,1 and the average percentage of tooth loss was 8,6%. The highest percentage of tooth loss measured 14,3%.
  Conclusion: The results show that knowledge is poor on affects of pre-workout drinks on dental health. They cause dental erosion in some extent, but they are of much less danger compared to other sports drinks, like Gatorade. Consumers should be informed of the proper consumption of acidic drinks to minimize the risk of dental erosion.
  Keywords: Pre-workout drinks, sports supplements, dental health, pH value, dental erosion.

Samþykkt: 
 • 10.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21996


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Pre-workout drykkir og tannheilsa_RHG_2015.pdf1.87 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna