Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/220
Í þessari lokaritgerð til B.ed. prófs verður fjallað um dyslexíu, hver hennar frumeinkenni eru, hverjar orsakir eru, hvaða afleiðingar hún hefur og hvaða kennsluaðferðir geta nýst nemendum með dyslexíu. Markmið þessara ritgerðar er að komast betur að því hvað dyslexía er og hvort unnt sé að draga úr henni hjá nemendum?
Í gegnum tíðina hafa rannsóknir sýnt fram á að sterk tengsl milli hljóðkerfisvitundar og lesturs. Þegar fjallað er um hljóðkerfisvitund þá er átt við meðvitaða færni um hljóð málsins og hvernig unnt er að greina talað mál niður í einingar svo sem fjöldi orða í setningu og fjöldi atkvæða eða hljóða í orði. Gróflega má áætla að 3-10% allra skólabarna greinist með dyslexíu. Helstu orsakir dyslexíu eru veikleikar í hljóðkerfisþætti tungumálsins. Frumeinkenni dyslexíu er að einstaklingar eiga í erfiðleikum með að umskrá orð hvort sem það er við stafsetningu eða lestur. Tengd og afleidd vandamál sem koma oft hjá einstaklingum með dyslexíu geta verið til dæmis veikleiki í skammtímaminni sem gerir það að verkum að einstaklingur á erfitt með að skilja langar setningar eða setningar með erfiðari setningarfræði. Oft hafa einstaklingar með dyslexíu slaka sjálfsmynd. Mikilvægt er að skilja mismunandi stig þróunar læsis hjá börnum þar sem þekking á því efni getur hjálpað einstaklingum sem eiga erfitt með lestur. Linnea C. Ehri er ein af þeim sem hefur greint lestarþróun í fjögur stig. Kenningar hennar fjalla um sjónrænan orðaforða en sjónrænn orðaforði er grundvallaratriði til að ná tökum á fyrirhafnarlausum lestri.
Dyslexía er ekki eitthvað sem er hægt að lækna, það er eitthvað sem einstaklingar verða að læra að lifa með en hins vegar er hægt að yfirvinna hana með snemmtækri íhlutun á leikskólaaldri.
Gerð var tilraun í skólum á Flórída í fimm ár þar sem aukinn áhersla var lögð á hljóðaaðferð í kennslustundum. Nemendurnir sem tóku þátt voru á leikskólaaldri upp í 3. bekk. Nemendur voru prófaðir í lestri stakra orða í byrjun og aftur fimm árum seinna. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að lestrarerfiðleikar minnkuðu töluvert mikið.
Ein helsta lestarkennsluaðferðin sem kennd er í dag er hljóðaaðferðin en hún er talin henta best nemendur með dyslexíu. Early Steps er eitt af kennsluprógrömmum sem til eru. Í því prógrammi er gert ráð fyrir að vinna einstaklingslega með hvern og einn nemanda.
Niðurstöður ritgerðarinnar leiddu í ljós að mikilvægt er að grípa í taumana sem fyrst. Hljóðkerfisvitund er hægt að þjálfa strax á leikskólaaldri með snemmtækri íhlutun en eins og áður kom fram spilar hljóðkerfisvitund stórt hlutverk hjá einstaklingum með dyslexíu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Heildarskjal.pdf | 28,92 MB | Opinn | Heildarskjal | Skoða/Opna |