is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22003

Titill: 
 • Munnlegar skýrslur sem sönnunargögn í sakamálum : hvernig leggja dómarar mat á trúverðugleika vitna og sakborninga?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Á undanförnum árum hefur umræða aukist um réttarstöðu brotaþola í sakamálum þar sem sönnunarbyrði er erfið. Umræðan hefur einkum beinst að því að of sjaldan sé sakfellt í málum þar sem lítið er um sýnileg sönnunargögn. Ákærður maður nýtur hins vegar þess réttar að teljast saklaus uns sekt er sönnuð. Meginreglur um sönnun í sakamálum snúa flestar að því að vernda réttindi sakborninga. Er þó jafnvægi á milli reglnanna að því leyti að þær hafa það einnig að markmiði að lögregla og ákæruvald hafi ekki of bundnar hendur við að rannsaka og upplýsa afbrot. Sönnunarbyrðin hvílir á ákæruvaldinu og getur hún verið mjög erfið þegar lítið er um sýnileg sönnunargögn. Í þess háttar málum eru munnlegir framburðir oft aðalsönnunargögn málsins. Það kemur því í hlut dómara að leggja mat á trúverðugleika vitna og sakborninga. Segja má að mat á trúverðugleika feli í sér að dómari þurfi að greina lygar frá sannleika. Ýmislegt kemur til álita við matið, svo sem stöðugleiki framburðar á milli skýrslna, líklegar skýringar ákærða á áverkum brotaþola og hvort óbein sönnunargögn styðji framburðinn. Einnig hlýtur huglægt mat dómara að skipta miklu við mat á trúverðugleika. Oft á tíðum skortir verulega rökstuðning fyrir því hvernig dómarar komast að niðurstöðu. Hlýtur það einkum að skýrast af því að mat á trúverðugleika byggist að stórum hluta á huglægu mati. Verður þó að telja mikilvægt að í dómsúrlausn komi fram röksemdir dómara fyrir því hvað teljist sannað í málinu og með hverjum hætti. Hætta er á að það skapist tortryggni í garð dómsins um hlutdrægni ef ekki er rökstutt til hvers var litið við mat á trúverðugleika framburða og hvað réði niðurstöðu í málinu.

 • Útdráttur er á ensku

  In recent years, there has been increased discussion regarding the legal status of victims in criminal cases where the burden of proof is difficult. The debate has mainly focused on how few defendants are convicted in cases where there is little, or no visible evidence. However, everyone charged with a criminal offence has the right to be presumed innocent until proven guilty according to law. The principles of proof in criminal cases equally aim to protect the defendant’s rights, and make sure that it is possible for the police and the prosecution authorities to investigate and solve a case. The burden of
  proof lies in the hands of the prosecution authorities, and any doubt of proof is resolved in favour of the defendant. In cases where the burden of proof is difficult oral testimony is often the main evidence in the case. It is therefore a key role of the judges to assess whether witnesses or the defendant are lying or telling the truth. This is called “credibility assessment”. Judges evaluate the testimonies during the trial and take into account various factors such as; if the testimony has been consistent throughout the procedure, whether the
  defendant can provide probable explanation for the victim’s injuries, and whether any circumstantial evidence supports the testimony. Judges must try not to be too subjective, but the judge’s impression on the person giving testimony might play a part in his evaluation. Judgments often lack grounds leading to the conclusion of the case. It has to be considered important that it is possible to read, from the conclusion, what facts led to the determination of the credibility assessment, of a witness or a defendant. Otherwise people might start to question the court’s validity.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 2.5.2033.
Samþykkt: 
 • 10.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22003


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML lokaverkefni_Hronn Gudmunds-final.pdf870.66 kBLokaður til...02.05.2033HeildartextiPDF