is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22005

Titill: 
  • Viðhorf nemenda til rafræns námsumhverfis
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Með nýjungum skapast tækifæri og það að nota spjaldtölvur eða vendikennslu telst til nýjunga innan skólakerfisins. Nokkrir skólar á Íslandi eru farnir að spreyta sig á öðru hvoru og örfáir á báðum sviðum. Rafbækur eru enn ein nýjung sem kom fram á sjónarsviðið fyrir ekki svo löngu. Að nota spjaldtölvur, rafbækur og vendikennslu skapar fremur rafrænt námsumhverfi, sem meðal annars hefur verið að finna í stærðfræðikennslu á unglingastigi í Heiðarskóla frá haustinu 2014.
    Stjórnendur og kennarar skólans virðast stoltir og ánægðir með stærðfræðikennsluna en hvaða álit hafa nemendur á þessu margþætta rafræna námsumhverfi? Hugmyndin að rannsókninni kviknaði í æfingarkennslunni haustið 2014 og var framkvæmd vorið 2015. Rannsóknarspurninginn var: Hver eru viðhorf nemenda á unglingastigi til rafræns námsumhverfis í stærðfræði, það er að segja notkun spjaldtölva, gagnvirkra rafbóka og vendikennslumyndbanda? Með undirspurningum um kosti og galla rafræns námsumhverfis, áhrif spjaldtölvuvæðingar á nám og hvort aðgengi nemenda að kennurum hefði breyst. Rannsóknin byggði á eigindlegri aðferð í formi rýnihópaviðtala við nemendur, notaðar voru opnar og hálfopnar spurningar. Viðtalsramminn byggðist á því að fá sem skýrasta mynd af viðhorfum nemenda til rafræns námsumhverfis í stærðfræði, þar sem notast var við spjaldtölvur, gagnvirkar rafbækur og vendikennslu. Þátttakendur voru 19 nemendur af 89 eða um 21,3%.
    Niðurstöður úr viðtölunum sýndu að nemendum fannst ofangreint rafrænt námsumhverfi betra og þægilegra á flestum sviðum en hefðbundið námsumhverfi. Nemendur sögðu að það auðveldaði heimanámið, undirbúning fyrir próf, aðgengi að námsefni og öðrum gögnum sem og létti skólatöskurnar þeirra svo um munaði. Niðurstöður benda til þess að sé vandað til verks þá geti rafrænt námsumhverfi auðgað nám og aukið sjálfstæði nemenda. Enn fremur benda niðurstöður til þess að vendikennsla sé árangursrík kennsluaðferð sem opni nemendum nýjar aðferðir til náms og að notkun spjaldtölvu geti auðgað námið enn frekar um leið og það opnar nýja möguleika.

  • Útdráttur er á ensku

    With innovations opportunity arises and using tablets or flipped teaching is considered innovative within the school system. Several schools in Iceland have made an effort in either and a few schools in both areas. Not so long ago another novelty was introduced, the eBook. To use tablets, eBooks and flipped teaching creates an electronic learning environment, which among other things has been found in mathematics teaching for teenagers in Heiðarskóli from the autumn of 2014.
    Administrators and teachers at the school seemed proud and satisfied with the mathematics teaching, but what is the students opinion of this complex electronic learning environment. The idea for this study arose during my practice teaching in autumn 2014 and was implemented in the spring of 2015.
    The research question is: What are the teenage students´ opinions on electronic learning environment, such as using tablets, interactive eBooks and flipped classroom teaching? With more questions following about the pros and cons of electronic learning environment, the effects of tablet computerization on learning and whether students access to the teachers have been affected. The study was based on a qualitative approach, in the form of a focus group interviews with students that uses the open and semi-open questions. The interview framework was based on getting a clear picture of the students´ perceptions of the electronic learning environment in mathematics class where there are used tablets, interactive eBooks and flipped classroom teaching. Participants were 19 out of 89 students or about 21,3%.
    Results for the interviews showed that students found the electronic learning environment better and more convenient in most areas than the traditional learning environment. Students said that it made homework, test preparation, accessing educational materials as well as other materials easier and made their school bags drastically lighter. The results indicate that if there is quality work done, electronic learning environment can enrich learning and increase student independence. Furthermore, the results suggest that flipped classroom is an effective teaching method, that opens new ways for students to learn and using tablets can further enrich studies as well as open new possibilities.

Samþykkt: 
  • 10.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22005


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AdalheidurHannaBjornsdottir_Ritgerd_kdHA.pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna