is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22011

Titill: 
 • Ræktun á rauða kóngakrabba
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Verkefni þetta er unnið með fyrirtækinu Eldisrannsóknir ehf. og fjallar um ræktun á rauða kóngakrabba frá klaki og upp í markaðsstærð en það hefur ekki verið reynt áður í heiminum. Rauði kóngakrabbi hefur aðeins verið ræktaður að ungviðastigi og sleppt svo útí náttúruna í von um að styrkja stofna villta krabbans. Helstu erfiðleikar við ræktun á kóngakrabba eru flókinn lífsferill, hægur vöxtur og sjálfrán. Í þessu verkefni er farið yfir þá þætti sem skipta mestu máli þegar kemur að lifun og vexti rauða kóngakrabba í ræktun.
  Helstu niðurstöðurnar eru þær að mögulegt er að rækta rauða kóngakrabba upp í markaðsstærð (2kg +) frá klaki með réttu hitastigi og fóðrun en það gæti tekið allt að fimm ár. Hægt er að minnka sjálfrán bæði hjá lirfum og ungviðiskrabba með því að hafa lítinn þéttleika og fjölbreytt undirlag sem veitir krabbanum vernd og svæði til að vaxa og þroskast. Til að hámarka vöxt og lifun rauða kóngakrabba þarf hitastig í ræktuninni að vera 7-12°C. Vel hefur reynst að fóðra lirfurnar með lifandi artemíu sem búið er að auðga með fitusýrum eða lýsi. Fóður ungviðis og fullvaxta kóngakrabba getur verið mjög fjölbreytt en æskilegt er að blanda astaxanthin við fóðrið svo að skel krabbans verði rauð. Rauði kóngakrabbi er verðmæt tegund og áætla Eldisrannsóknir ehf. að selja krabbann lifandi á markaði í Asíu og Norður Ameríku.

 • Útdráttur er á ensku

  This project was carried out in cooperation with the company Eldisrannsóknir ehf. (Aquaculture research Ltd.) focusing on the cultivation of red king crab from hatch to market size, which has not been tried before. The red king crab has only been cultured to juvenile stages and then released in the nature with the aim to support natural stocks. The primary bottlenecks in cultivation of red king crab are the complex life cycle, slow growth and cannibalism. The project covers the most crucial points in the cultivation of red king crab and addresses possible approach to increase survival and maximize growth.
  The main results indicate that cultivation of red king crab from hatch to market size (2 kg+) is feasible with the appropriate temperatures and feeding, but it would take up to 5 years. Cannibalism can be minimised with low-density levels and using substrates which provide the appropriate shelter and space for the crab to grow and develop. Optimal temperatures in red king crab cultivation is 7-12°C. For maximum survival and growth it has proven a good choice to feed the zoea with Artemia salina enriched with fatty acids or fish oil. Different feed sources can be used for feeding juvenile and full-grown red king crab but it is preferable to supplement the feed with astaxanthin for colouring of the shell. Red king crab is a valuable species and Eldisrannsóknir ehf. plan to sell the crab alive to markets in Asia and North-America.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 21.5.2017.
Samþykkt: 
 • 11.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22011


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKARITGERÐ_MAGNÚS.2 copy.pdf3.85 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Forsíða. .pdf21.88 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna