is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22020

Titill: 
  • Titill er á spænsku La vida es como un cachumbambé. Voces africanas en el español cubano
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari meistararitgerð er tilurð karíbísku mállýskunnar í spænsku skoðuð. Sérstaklega er hugað að kúbversku mállýskunni, með áherslu á afríkönsk orð í spænskunni á Kúbu. Meirihluta heimildanna sem notaðar voru bar saman um að afríkönsk áhrif á kúbversku spænskuna væru lítil sem engin. Í kjölfarið ákvað ég að gera eigindlega könnun á þekkingu kúbverja á afríkönskum orðum. Ég valdi 15 orð af afríkönskum uppruna og útbjó könnun sem ég lagði fyrir 38 einstaklinga í Havana. Tilgangur rannsóknarinnar var að svara rannsóknarspurningunni: Hefur hin afríkanska arfleifð á Kúbu skilið eftir sig varanleg spor í orðaforða í kúbversku spænskunni.
    Fyrst er málsvæðið sem fjallað er um í ritgerðinni kynnt og farið yfir helstu einkenni karabísku spænskunnar. Þá er skoðuð tilurð kúbverskrar menningu og þjóðernis, útfrá þjóðarbrotunum, og menningarlegum áhrifum þeirra, sem mynda hina kúbversku þjóð. Það er fjallað í stuttu máli um áhrif spánverja og indjána á málið. Með það fyrir augum að rannsaka betur afríkönsk áhrif á spænskuna á Kúbu, skoðaði ég sérstaklega komu afríkönsku þrælanna til Kúbu og aðstæður þeirra í samfélaginu á nýlendutímnum, bæði í samfélagslegu og hagfræðilegu ljósi. Einnig er farið yfir helstu afríkönsku þjóðarbrotin sem settust að á eyjunni.
    Ég skoða orðaforðann í kúbverskri spænsku, og þá sérstaklega útfrá þjóðarbrotunum sem mynduðu kúbversku þjóðina. Grunnurinn er hin íberíska spænska nýlenduherranna, en einnig ber að líta áhrif frá indjánamálum og afrískönskum málum. Í framhaldi kanna ég sérstaklega áhrif afríkönsku málanna á orðaforða kúbversku spænskunnar. Í seinni hluta ritgerðarinnar kynni ég rannsóknina, aðferðafræðina, orðlag spurninga og hvernig könnunin var framkvæmd. Að endingu eru niðurstöður tíundaðar fyrir hvert orð í orðalistanum.

Samþykkt: 
  • 15.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22020


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
200281-5339_TinnaÞórudóttirÞorvaldsdottirMAritgerð_aSkemmu.pdf4.6 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna