is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22021

Titill: 
 • Notkun viðbótarmeðferða hjá börnum með krabbamein: Fræðilegt yfirlit
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Krabbamein hjá börnum eru sjúkdómar sem oft krefjast langavarandi meðferðar sem reynir mjög á barnið og fjölskyldu þess. Einkenni sem fylgja sjúkdómnum ásamt aukaverkunum meðferðarinnar eru þess eðlis að foreldrar leita til ýmissa leiða til að létta á þeim og auka lífsgæði barna sinna. Undanfarin ár og áratugi hefur notkun á viðbótarmeðferðum í þessum tilgangi aukist hjá almenningi og áhugi hjá hjúkrunarfræðingum einnig.
  Tilgangur þessa fræðilega yfirlits var að kanna notkun á viðbótarmeðferðum hjá börnum með krabbamein. Gerð var fræðileg úttekt á rannsóknum sem fjölluðu um algengi þeirra, hverjar þessar meðferðir eru, ástæður fyrir notkun þeirra og virkni. Leitað var í gagnagrunnum að rannsóknum sem náðu átta ár aftur í tímann og fjölluðu um að minnsta kosti 20 börn.
  Niðurstöður leiddu í ljós að 30-50% barna með krabbamein nota viðbótarmeðferðir og að notkun þeirra fer vaxandi. Þau eru jafnframt líklegri en börn með bráð veikindi til þess að nýta sér viðbótarmeðferðir og algengt er að þau noti fleiri en eina tegund meðferða. Bætiefni, vítamín og jurtaefni virðast vera mest notuðu viðbótarmeðferðirnar í þessum hópi víðast hvar, en munur er töluverður á milli landa. Aðrar algengar meðferðir eru meðal annars bænir, dáleiðsla, nudd, leidd sjónsköpun og kírópraktík. Ástæður notkunar eru margþættar, álag á foreldra og ábyrgð í umönnunarhlutverki og vilji þeirra til að leita allra leiða til að hjálpa börnum sínum eru oft nefndar í þessu samhengi. Viðbótarmeðferðir eru einnig valdar til að draga úr aukaverkunum, auka lífsgæði og veita stuðning í baráttunni við krabbamein. Rannsóknir á virkni sýna fram á að dáleiðsla geti haft góða virkni, ásamt tónlistarmeðferð, nuddi og athyglisdreifingu.
  Álykta má af niðurstöðum að tilefni sé til þess að hjúkrunarfræðingar þekki til rannsókna á sviði viðbótarmeðferða fyrir börn með krabbamein. Með tilliti til mikillar notkunar viðbótarmeðferða hjá þessum hópi er þörf þeirra fyrir einkennameðferð og stuðning mikil, nokkuð sem heildræn nálgun hjúkrunar ætti að ná vel utan um.

 • Útdráttur er á ensku

  Abstract
  Cancer in children is a group of dieases that often demand a lenghty treatment which puts a great strain on the child and its family. The nature of the disease symptoms, along with the treatment‘s side effect propel parents to look for all means to reduce those symptoms and increase their children‘s quality of life. For the past years and decades, the increase in use of complementary therapies has been noted among the public, as well as the rise in interest of the nursing community. This increase has also taken place among the chronically ill.
  The purpose of this literature review was to examine the use of complementary medicine in children with cancer. The search was performed in data bases, focusing on research reaching eight years back in time, and with no less than 20 participants. Research on the prevalence of use of complementary therapies by children with cancer were inlcuded, along with those looking into the different types of treatments, the reasons for their use and their effect.
  Conclusions suggest that a third to half of children with cancer use complementary therapies along side traditional cancer treatment, and that its use is on the rise. They are also more likely than children with acute illness to use complentary therapies and commonly they use more than one treatment. The most commonly used therpaies in this group are vitamins, food supplements and herbal remedies. Among other common complementary therapies there are prayers, hypnosis, massage, guided imagery and chiropractic treatments. There are many reasons given for chosing these treatments, the strain and pressure felt by parents as their children‘s primare caretaker being named in many instances, as their will to look for any means for support. These treatments are aimed at dealing with side effects and disease symptoms on a physical, emotional and cognitvie level. Treatments such as hypnosis, music therapy, massage and distraction techniques have shown to have an effect.
  These findings suggest that there is basis for nurses to become and remain vigilant about research in this area. The widespread use of complementary therapies in children with cancer and the demand for symptom relief point towards there being a great need for this kind of support and care which lies in the heart of nursing.

Samþykkt: 
 • 15.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22021


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.aka.2015.pdf486.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna