is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22029

Titill: 
 • Náttúrufræðikennsla í samstarfi við fyrirtæki : þróunarverkefni um nám utan skólastofunnar með sjávarlíftæknisetrinu BioPol
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er gerð kennslufræðileg úttekt á möguleikum sem felast í samstarfi milli fyrirtækis og skóla í kennslu náttúrugreina á miðstigi
  grunnskóla. Farið var í heimsókn til sjávarlíftæknissetursins BioPol á
  Skagaströnd sem sýnt hefur vilja til þess að vera skólum innan handar hvað varðar náttúrufræðimenntun. Tíðni vettvangsheimsókna og notkun aðferða útikennslu virðist vera tiltölulega lág í íslensku skólastarfi. Kennsla náttúrugreina utan skólastofunnar á sér víða hefð og nýtur stuðnings. Gerð er grein fyrir fræðilegum skrifum um kennslu náttúrugreina utan skólastofunnar í samstarfi skóla við fyrirtæki og stofnanir. Greint verður frá hvernig slíku samstarfi í náttúrugreina-kennslu hefur verið háttað, markmiðum þess, skipulagi og öryggismálum. Rætt er um kosti og áskoranir sem fylgja slíku samstarfi. Heimsóknin til BioPol er sett í þetta fræðilega samhengi. Á þeim grunni eru lögð drög að tveimur þróunarverkefnum í náttúrugreinakennslu.
  Verkefnin lúta að heimsókn nemendahóps til þess að kynnast sjávarlíf-tæknisetrinu og að plastmengun í hafinu. Umfjöllunin er tvinnuð saman við heimsóknina til BioPol og gerð er tillaga að útfærslu verkefnanna.
  Megin niðurstaða ritgerðarinnar er að tækifæri felist í samstarfi skóla við fyrirtæki í náttúrugreinakennslu. Grunnskólar ættu að geta nýtt sér þá sérþekkingu sem fyrirtæki og stofnanir í samfélaginu búa yfir. Með samstarfi á að vera hægt að tengja menntun barna við raunveruleg viðfangsefni í umhverfi þeirra í anda þeirrar verkhyggju sem einkennir hugmyndir um kennslu náttúrugreina. Með þróunarverkefnunum tveimur er leitast við að byggja brúa á milli markmiða námskrár og starfshátta í grunnskóla. Samstarf skóla og fyrirtækis er námstækifæri sem áhugavert er að þróa frekar.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis covers the possibilities presented by collaboration between
  corporations and schools in science education, from an educational theory standpoint. A visit was conducted to the marine biology institute BioPol on Skagaströnd, which has expressed interest in assisting schools when it comes to science education. The frequency of field trips and the utilization of outdoor teaching seems to be relatively low in the Icelandic school system. The teaching of sciences outside the classroom is widely recognized and supported. Academic writing regarding science education outside the classroom in collaboration with corporations and organizations will be explored, as well as how such education has been conducted, its goals, arrangement and safety precautions, along with the pros and cons of this kind of collaboration. The visit to BioPol was conducted with this academic context in mind. Based on the conclusions, two development projects in scientific education were proposed. These projects regard a field trip for a group of students to introduce then to the institute, and plastic pollution in the ocean. The discussion is interwined with the visit to BioPol and a potential outline of how these projects might be carried out has been created. The thesis‘ main conclusion is that a certain opportunity is presented by the collaboration between schools and corporations when it comes to
  teaching science. Primary schools should be able to utilize the expertise possessed by corporations and institutions in our society. Using that expertise, it is possible to incorporate more practical subjects, and a scientific work ethic, into children’s education. These two development projects seek to bridge the gap between the curriculum’s stated objectives and the methods of teaching employed by primary schools. The collaboration between schools and corporations is an educational opportunity which would be intriguing to develop further.

Samþykkt: 
 • 15.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22029


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Náttúrufræðikennsla í samstarfi PDF LOKASKIL.pdf764.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna