Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22032
Hefur framkvæmd Tónlistarstefnu þjóðkirkjunnar leitt til þess að hún hafi sem mestan virðisauka af auðlindum sínum? Framkvæmd og stjórnun kirkjutónlistar eru hér greind með aðferðum stefnumótunarfræðanna á grundvelli Tónlistarstefnu þjóðkirkjunnar. Með því að velja aðferðir stefnumótunarfræðanna, verður til hugtakarammi og orðaforði til þess að fjalla um fyrirbærið kirkjutónlist sem geira innan Þjóðkirkjunnar, með áherslu á átök milli ólíkra hagsmunaaðila. Það getur nýst stjórnendum í kirkjutónlistargeiranum innan Þjóðkirkjunnar við hugsanlegar breytingar á Tónlistarstefnunni og við vinnu á grunni hennar með aðferðum stefnumiðaðrar stjórnunar. Með þessari rannsókn eru auðlindir kirkjutónlistarinnar greindar, eins og þær eru settar fram í Tónlistarstefnunni og starfsreglum eftir því sem við á. Virðiskeðja kirkjutónlistar er sett fram til að greina hvar og hvernig myndun virðisauka á sér stað. Niðurstöður rannsóknarinnar eru settar fram sem auðlindagreining annars vegar, en SVÓT greining á framkvæmd og stjórnun Tónlistarstefnunnar hins vegar. Rannsóknin er hugsuð sem innlegg í umræðu sem á sér stað innan Þjóðkirkjunnar og meðal hagsmunaaðila á sviði kirkjutónlistar. Niðurstöðurnar geta nýst við að greina mögulegar leiðir til úrbóta og sú aðferð og kortlagning sem hér er notuð við greiningu á kirkjutónlist hefur hagnýtt gildi, auk þess að vera gott yfirlit sem byggja má frekari rannsóknir á.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Kári Allansson_MA_lokaverk_Skemman.pdf | 2,03 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |
Athugsemd: Útprentun og/eða afritun er óheimil nema með skriflegu leyfi höfundar. Verkið er verndað af ákvæðum höfundarlaga.