is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22035

Titill: 
 • Íslenska óperan : aurar og eldsálir
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tilgangur þessarar meistaraprófsritgerðar er að rannsaka Íslensku óperuna. Í því felst að stikla á stóru í sögu hennar, skoða stefnu hennar, það fjármagn sem ríkið leggur til hennar og þær breytingar sem orðið hafa við flutning hennar í Hörpu.
  Einnig er fjallað um málþing sem haldið var 2014 um framtíð óperuflutnings á Íslandi.
  Tekin voru viðtöl við fyrrverandi og núverandi óperustjóra, framlög frá ríkinu skoðuð og rýnt í Óperublaðið og blaðagreinar sem skrifaðar hafa verið um Íslensku óperuna.
  Markmiðið er að varpa ljósi á stöðu Íslensku óperunnar í samfélaginu sem vonandi verður til þess að efla hana og styrkja til framtíðar.
  Helstu niðurstöður eru þær að fjármagn það sem Óperunni er ætlað er ekki nægilegt miðað við þau markmið sem skilgreind eru í samningi við mennta- og menningarmálaráðuneyti og of hátt hlutfall úthlutaðs fjármagns fer beint í húsaleigu í Hörpu. Eftir flutningana í Hörpu er ekki tap á hverju sýningarkvöldi eins og var í Gamla bíói en betur má ef duga skal. Forskrifuð stefna Íslensku óperunnar í tengslum við samþykktir og samning við mennta- og menningarmálaráðuneytið er í hættu vegna fjárskorts. Rannsakandi telur styrkleikana þó fleiri en veikleikana og er bjartsýnn á framtíð Íslensku óperunnar.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of investigating The Icelandic Opera is to look at its history, its policy, financial support by the Icelandic State and which changes have occurred since the opera company’s relocation to Harpa Concert Hall in Reykjavík.
  A symposium, held in 2014, on the future of opera productions in Iceland, will also be investigated.
  Former and current Chief Executives were interviewed and financial contributions from the State inspected, the Icelandic Opera Magazine as well as newspaper articles that have been written about the Icelandic Opera since its establishment were examined.
  The aim of this thesis is to shed a light on The Icelandic Opera’s position in the community, thus hopefully strengthening it and boosting in the future.
  The main conclusion is that the Opera’s financial resources are not sufficient to meet the objectives stated in its agreement with the Ministry of Education, Science and Culture and that too high a proportion of allocated resources goes directly towards paying rent in Harpa Concert Hall. After the relocation to Harpa each performance no longer inevitably makes a loss as was the case in Gamla Bíó, the old opera house, but further improvements are necessary. The Icelandic Opera’s deliberate strategy in relation to its resolutions and agreement with the ministry is in jeopardy due to lack of funding. The reasearcher believes however, that the situation presents more strengths than weaknesses and is optimistic about The Icelandic Opera’s future.

Samþykkt: 
 • 15.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22035


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ElmaAtladottir_MA_lokaverkefni.pdf1.21 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Útprentun og/eða afritun er óheimil nema með skriflegu leyfi höfundar. Verkið er verndað af ákvæðum höfundarlaga.