is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22044

Titill: 
  • Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu
  • Titill er á ensku How are Icelandic tourist operators using online marketing?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um það hvernig íslenskir ferðaþjónustuaðilar vinna markaðssetningu á netinu. Til þess að afmarka viðfangsefnið en frekar lagði höfundur sérstaka áherslu á að skoða aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu. Straumur ferðamanna til Íslands er sífellt að aukast og hlutfall þeirra sem bókar ferðina sína í gegnum netið beint af heimasíðu flugfélaga er 38,8% og eru það 36,1% sem bóka í gegnum síður eins og Expedia eða Dohop.
    Icelandair á sér langa sögu en fyrirtækið á rætur sínar að rekja til ársins 1937 og er stærsta flugfélag Íslands. Icelandair er sífellt að bæta við sig áfangastöðum og því mikilvægt að þeir haldi áfram að minna á sig og séu með sterka viðveru á netinu. Þjónusta Icelandair þarf að vera í lagi ef þeir eiga að geta nýtt sér samfélagsmiðla í markaðsstarfi sínu. Það er ekki vænlegt að vera með söluskilaboð á samfélagsmiðlum ef miðillinn er svo full af kvörtunum frá óánægðum viðskiptavinum.
    Tekin voru viðtöl við aðila í markaðsdeild Icelandair og verkefnastjóra hjá Íslandsstofu. Tilgangurinn var að fá innsýn í aðferðafræðina sem þessir aðilar beittu við markaðssetningu hjá þessum fyrirtækjum. Framkvæmd var eigindleg rannsókn og var notast við hálfopin viðtöl en í hálfopnum viðtölum biður rannsakandi viðmælanda sinn um að tala um viðfangsefnið. Hálf opin viðtöl eru svokallaðar stýrðar samræður og í þeim tilangi að fá sem mest út úr þessum viðtölunum var höfundur búinn að setja saman spurningarlista sem var sendur á viðmælendur áður en viðtalið fór fram svo þeir myndu vita hverju væri ætlast til af þeim. Eigindleg rannsókn varð fyrir valinu til þess að hægt væri að fá dýpri skilning á aðferðafræði fyrirtækjanna heldur en væri hægt ef um megindlega aðferð væri að ræða. Önnur ástæða fyrir eigindlegri rannsókn er sú að höfundur vildi geta borið upp spurningar sem kynnu að vakna á meðan viðtölunum stóð. Höfundur gerir sér grein fyrir því að það eru kostir og gallar varðandi þessa aðferð, til dæmis er það sem kemur fram litað af þeim einstaklingi sem verið er að ræða við og að öllum líkindum hefðu komið öðruvísi niðurstöður ef öðruvísi aðferð hefði verið beitt.

Samþykkt: 
  • 15.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22044


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BirgittaGudmundsdottirBender_BS_lokaverk.pdf775,06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Ritgerðin er lokuð að ósk höfundar. Hafa þarf samband við höfund til að nálgast efni ritgerðarinnar. Verkið er verndað af ákvæðum höfundarlaga.