is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22046

Titill: 
  • Krísustjórnun : hvað ber að varast þegar krísa skellur á skipulagsheildum?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Sagan hefur sýnt að krísur geta skollið með miklum þunga á skipulagsheildum af öllum stærðum og gerðum. Þegar krísa ber að garði standa stjórnendur einatt frammi fyrir því að þurfa taka erfiðar ákvarðanir undir miklum þrýstingi. Þá geta krísur orðið keðjuverkandi og teygt anga sína víða. Stjórnendum eru ýmsar leiðir færar til þess að koma í veg fyrir, takast á við eða milda krísuástand.
    Markmið rannsóknarinnar var að leitast við því að svara hvað ber að varast þegar krísa skellur á skipulagsheildum og hvað einkenni góða stjórnunarhætti á krísutímum. Til þess að svara þessu valdi rannsakandi tvö aðskilin tilvik sem tekin voru til rannsóknar. Fyrri tilviksrannsóknin var gerð á viðbrögðum Ölgerðarinnar, í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar, þegar ljóst varð að fyrirtækið hafi selt matvælafyrirtækjum iðnaðarsalt um langt skeið. Síðari tilviksrannsóknin var framkvæmd til þess að varpa ljósi á viðbrögð K.S.Í við neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun eftir að ljóst varð að sambandið hafði opnað fyrir miðasölu á landsleik Íslands og Króatíu á miðasöluvefnum midi.is klukkan fjögur að nóttu.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að Knattspyrnusamband Íslands fór þvert á lykilreglur krísustjórnunar en Ölgerðin stóð sig vel að mörgu leyti m.t.t áherslna krísustjórnunar. Niðurstöðurnar benda einnig til þess að einkenni góðra stjórnunarhátta á krísutímum ráðist af samspili margra mismunandi áhrifaþátta. Niðurstöðurnar gefa einnig til kynna að lítið megi út af bregða í samskiptum á krísutíma og að óhreinskilni virki þar eins og olíu sé hellt á eld.

Samþykkt: 
  • 15.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22046


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
EgillMagnusson_BS_lokaverk.pdf933.61 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Útprentun og/eða afritun er óheimil nema með skriflegu leyfi höfundar. Verkið er verndað af ákvæðum höfundarlaga.