is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22047

Titill: 
  • Leiðir til hvatningar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður leitast við að svara því hver besta leiðin er til hvatningar starfsmanna fyrir stjórnendur. Til að svara rannsóknarspurningunni var í fyrstu fjallað um mannauðsstjórnun, en hvatning er nytsamlegt tól fyrir stjórnendur innan skipulagsheilda. Næst var hugtakið hvatning útskýrt, en hvatningu má flokka í tvennt; innri hvatning og ytri hvatning. Innri hvatning er sú hvatning sem einstaklingurinn finnur sjálfur innra með sér, til þess að auka sinn eigin skilning til dæmis. Ytri hvatning er hvatning sem kemur frá umhverfinu, líkt og fjárhagsleg umbun og stöðuhækkanir. Því næst voru ýmsar hvatningakenningar skoðaðar, bæði ferlakenningar og þarfakenningar. Ferlakenningar fjalla um hvatningaferlið sjálft og voru jafngildiskenning Adams, væntingakenning Vroom og starfseinkennalíkan Hackman og Oldham teknar fyrir. Þarfakenningar eru þær kenningar sem reyna að áætla hverjar þarfir okkar eru og nýta þær þarfir í að hvetja okkur áfram, líkt og þörfin fyrir viðurkenningu. Þarfapýramídi Maslow, tveggja-þátta kenning Herzberg, þarfakenning McClelland og sjálfræðiskenning Deci og Ryan eru allt þarfakenningar sem fjallað er um í þessari ritgerð. Gerður er samanburður á þarfakenningum annars vegar og ferlakenningum hinsvegar. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að erfitt getur reynst að finna eina leið til að hvetja starfsfólk áfram þar sem persónubundið er hvað hvetur hvern og einn. Þó þótti höfundi væntingakenning Vroom afar hentug til að innleiða í nútímaskipulagsheild vegna þess að kenningin gerir ráð fyrir að einstaklingar séu mismunandi og því er það mismunandi hvað hvetur þá áfram.

Samþykkt: 
  • 15.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22047


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ElvarMarAsgeirsson_BS_lokaverk.pdf1.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Útprentun og/eða afritun er óheimil nema með skriflegu leyfi höfundar. Verkið er verndað af ákvæðum höfundarlaga.