Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22048
Markmið þessarar ritgerðar var að kanna rekstraráhrif einkavæðingar á áfengissölu í matvöruverslunum. Í fyrri hluta ritgerðarinnar er farið yfir sögu um boð og bönn áfengis á Íslandi, frumvarp Vilhjálms Árnasonar í þeirri mynd sem það var lagt fram á Alþingi og fjallað er um helstu umsagnir um frumvarpið sem snúa að rekstraráhrifum. Í seinni hluta ritgerðarinnar er farið yfir stöðu ÁTVR, birgja, áfengissölu á Norðurlöndunum, reynslu af einkavæðingu í Washington fylki í Bandaríkjunum, stöðu matvöruverslana á Íslandi og möguleg rekstraráhrif þeirra með tilkomu sölu á áfengi.
Helstu niðurstöður leiddu í ljós að rekstraráhrif af sölu áfengis í matvöruverslunum yrðu tölverð og hefur helst áhrif á neytendur, ÁTVR, ríkissjóð, birgja og matvöruverslanir. Ferðakostnaður neytenda kemur til með að minnka. ÁTVR yrði einungis með tóbakssölu og þyrfti að loka sölustöðum um land allt og starfsfólk þess myndi missa vinnuna. Ríkissjóður yrði fyrir litlum breytingum en myndi fá töluvert fé við sölu á eignum. Birgjar verða fyrir miklum áhrifum og þyrftu að semja sérstaklega um innkaupsverð í stað þess að ákveða innkaupsverð til verslana eins og staðan er í dag. Matvöruverslanir yrðu fyrir miklum áhrifum, þær myndu að öllum líkindum auka sölu og framlegð. Verð á áfengi hækkar líklegast ekki með breyttri samningsstöðu og frjálsari innkaupum. Ef litið er til reynslu Washington fylkis í Bandaríkjunum myndu rekstraráhrif matvöruverslana á Íslandi verða jákvæð í flestum rekstrarliðum ef undanskilinn er sá skattur sem fylkið lagði á í kjölfar einkavæðingarinnar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
GisliTryggviGislason_BS_lokaverk.pdf | 3,32 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |
Athugsemd: Útprentun og/eða afritun er óheimil nema með skriflegu leyfi höfundar. Verkið er verndað af ákvæðum höfundarlaga.