is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22050

Titill: 
 • Hafa íslensk fyrirtæki í fataiðnaði stefnu í samfélagslegri ábyrgð?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja hefur verið mikið í umræðunni undanfarið vegna umfjallana sem birst hafa á netinu. Því var tilgangur þessarar rannsóknar að skoða ástand mála hjá fyrirtækjum á Íslandi og þá sérstaklega í miðborg Reykjavíkur.
  Tekin voru viðtöl við sjö aðila og lagðar fyrir þá hálfopnar spurningar (e. semi-structured) ásamt því að heimasíður allra þeirra fyrirtækja og hönnuða voru skoðaðar með tilliti til upplýsinga um samfélagslega ábyrgð fyrirtækisins.
  Settar voru fram 4 fullyrðingar um eftirlit, stefnu, uppruna og aðstæður við framleiðslu út frá rannsóknarspurningunni: Hafa íslensk fyrirtæki í fataiðnaði stefnu í samfélagslegri ábyrð þegar kemur að framleiðslu vara erlendis?
  Niðurstöður leiddu í ljós að íslensk fyrirtæki eru almennt ekki með opinbera stefnu um samfélagslega ábyrgð fyrirtækisins en vinna þó eftir gildum um samfélagslega ábyrgð að einhverju leiti þar sem ýmist er notað hyggjuvit sem tengist framleiðslunni, hvaða áhrif þau hafa á náttúruna, hvernig eru þau unnin. Gætt er að því að vinnsla sé ekki umhverfisskemmandi og eins velt vöngum yfir kolefnisfótsporum sem varan skilur eftir sig. Aðrir taka út ákveðna þættti eins og umhverfisvernd, að engin aukaefni séu í vöru; annar skrifar undir siðareglur við birgja þar sem tekið er á mannréttindum, aðbúnaði, vinnutíma og þess háttar og jafnframt hugsað um mengun sem verður vegna litunar á bómull á meðan enn aðrir eru að marka sér stefnu og vilja vera sjálfbærir. Aðrir eru með Evrópuvottuð efni og þá er hugað að dýravernd og að framleiðsla sé umhverfis- og náttúruvæn. Þegar heimasíður fyrirtækjanna voru skoðaðar þá reyndust 6 af 38 heimasíðum með eitthvað af óformlegum upplýsingum um samfélagslega ábyrgð fyrirtækisins.
  Fimm lykilorð um efni ritgerðar: samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja, íslenskt, framleiðsla, iðnaður, fataiðnaður.

 • Útdráttur er á ensku

  Corporate Social Responsibility has been discussed a lot recently and the critics have all appeared online. The purpose of this study is to examine the situation in companies downtown Reykjavík regarding whether they have a public policy about CSR.
  Interviews were conducted with seven persons, questions were semi-open. The websites of all companies in that area were examined as well. The questions were all related to the question: Do Icelandic companies have a formal policy in CSR? The questions were also related to the policy, origin, working conditions and monitoring.
  The results show that Icelandic companies in the textile-industry do not have a formal policy regarding CSR but they are still working with the values of CSR.
  The companies seem to think about the impact they have on nature, how the material is prepared, whether it’s damaging the environment as well as the carbon footprint the garment leaves behind.
  Then there are others, who take a particular episode as environmental protection, that make sure of no additional material in their product. Another signs a code of conduct with suppliers regarding human rights, working conditions, working hours and so on and whilst thinking about the pollution caused by dyeing of cotton, others are formulating their policy and like to be sustainable. Others use European certified materials, thinking about animal welfare and that the production is environmentally friendly. When Web companies were examined, there were 6 of 38 websites with some of the informal information about the social responsibility of the company.
  Five keywords: Corporate social responsibility, Icelandic, production, industry, textile.

Samþykkt: 
 • 15.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22050


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðný S Magnúsdóttir - MS ritgerð_25.05.2015.pdf770.16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Útprentun og/eða afritun er óheimil nema með skriflegu leyfi höfundar. Verkið er verndað af ákvæðum höfundarlaga.