is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22053

Titill: 
  • Lean Cabin - Icelandair : hver var árangur Icelandair á innleiðingu Lean Cabin?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að skoða hvernig innleiðing flugfélagsins Icelandair á straumlínustjórnun gekk upp, þegar hún var innleidd um borð í allar vélar Icelandair. Hver markmið fyrirtækisins voru, hvaða aðferðir þau notuðu og hver árangur innleiðingarinnar var. Notast var að miklu leiti við fræðibækur sem skrifaðar hafa verið um straumlínustjórnun. Farið var í söguna og hvernig straumlínustjórnun varð til, hvernig hún þróaðist og hvernig hún nýtist fyrirtækjum. Farið var ítarlega í innleiðingarferli straumlínustjórnunar og hvernig best er að innleiða hana í fyrirtæki. Það var svo borið saman við innleiðingu Icelandair, markmið þeirra og árangur. Tekin voru tvö viðtöl til þess að fá fleiri sjónarhorn á innleiðinguna. Icelandair sendi einnig út spurningarkönnun þar sem kannað var viðhorf starfsmanna við innleiðingu á straumlínustjórnun í fyrirtækið. Helstu niðurstöður sýna að innleiðingu straumlínustjórnunar hjá Icelandair er ekki lokið og er straumlínustjórnun auk þess aðferð sem hættir aldrei. Icelandair er á stigi þrjú af fjórum í sinni innleiðingu. Starfsmenn Lean cabin eru ánægðir með þá vinnu sem hefur verið gerð og vilja sjá áframhaldandi vinnu í anda Lean cabin. Markmið sem Icelandair setti sér í byrjun hafa náðst. Spurningakönnun sem sett var fram af Icelandair og sýndu niðurstöður að aðeins brot af starfsmönnum svaraði, niðurstöður hennar voru þó góðar og gagnlegar Icelandair. Icelandair þarf að hvetja og virkja starfsfólk sitt betur til þess að ná að greina betur þá vinnu sem lögð er í Lean cabin. Icelandair hefur ekki farið eftir ákveðnu innleiðingarferli í sinni innleiðingu og er það eitthvað sem talið er geta hjálpað fyrirtækinu að ná lengra.

Samþykkt: 
  • 15.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22053


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HafdísHafsteinsdóttir_BS_loksskil.pdf1.74 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Útprentun og/eða afritun er óheimil nema með skriflegu leyfi höfundar. Verkið er verndað af ákvæðum höfundarlaga.