is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22054

Titill: 
  • Hver eru lánskjör íbúðalána á Íslandi samanborið við lánskjör íbúðalána í Noregi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð var leitast við að greina lánskjör íbúðalána á Íslandi samanborðið við lánskjör í Noregi. Einnig var leitað svara við því hvers vegna þessi munur er tilkomin og reynt að leiða fram þá þætti sem geta haft áhrif á lánskjör íbúðalána.
    Borin voru saman lánskjör þriggja stærstu bankanna í Noregi við þrjá stærstu bankana hér á landi og mátti sjá að þjónusta bankanna er mjög einsleit innbyrðis í báðum löndum. Skoðað var hvernig peningastjórnun í löndunum er háttað og með hvaða hætti verðbólga getur haft áhrif á lán hér á landi. Því næst voru skoðaðir þættir sem hafa áhrif á lánskjör bankanna eins og gjaldeyrishöft, lánshæfismat og samkeppni. Þá var endurgreiðslutími lána (e. Duration) reiknaður og gerður samanburður á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum. Þá voru teknar út lykiltölur úr ársreikningum bankanna síðustu fimm árin.
    Helstu niðurstöður eru þær að árleg hlutfallstala kostnaðar er margfalt lægri á lánum í Noregi en hér á landi og gæti það að hluta til verið tilkomið vegna meiri samkeppni á bankamarkaði í Noregi en hér á landi. Endurgreiðslutími lána er lengri á verðtryggðum lánum heldur en á óverðtryggðum lánum og hefur það áhrif á ávöxtunarkröfu lánveitenda. Peningastjórnun í Noregi er mjög stöðug samanborið við á Íslandi og því er meiri óvissa hér á landi. Greining ársreikninga sýndi að staða íslensku bankanna er töluvert sterkari fjárhagslega ásamt því að arðsemi heildareigna þeirra er rúmlega þreföld á við norsku bankanna. Þannig er gróði þeirra rúmlega þrefalt meiri fyrir minni fjárfestingu heldur en norsku bankanna.

Samþykkt: 
  • 15.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22054


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HallfridurGHolmgrimsdottir_BS_lokaverk.pdf1,27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Útprentun og/eða afritun er óheimil nema með skriflegu leyfi höfundar. Verkið er verndað af ákvæðum höfundarlaga.