is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22055

Titill: 
  • Eignaleiga : hvað felst í mismunandi formum eignaleigu á Íslandi og hvaða breytur hafa áhrif á val á fjármögnun?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eignaleiga er þegar um fjármögnun á tæki ríkir „samkomulag þar sem að leigusali afhendir leigutaka, gegn ákveðnum greiðslum yfir tiltekin tíma, rétt til afnota á eign yfir umsamið tímabil“. Hugtakið eignaleiga nær yfir fleiri afurðir en enska heitið leasing, sem einungis á nær yfir Fjármögnunarleigu og Rekstrarleigu. Birtingarmynd Fjármögnunarleigu og Rekstrarleigu er þó all nokkrar. Um reiknishaldslega meðferð eignaleigusamninga gilda alþjóðlegar reglur reiknisskilastaðla, nánar tiltekið staðall IAS 17 sem gefin er út af Alþjóðlega reiknisskilaráðinu IASB. Í gangi er mikil vinna á milli IASB og svo hin Bandaríska reiknisskilaráðs FASB um grundvallarbreytingu á þeim viðmiðum sem eru í staðli IAS 17 og nokkuð er deilt um ágæti þeirra breytinga. Framkvæmd reiknisskila getur haft áhrif á hversu hagkvæm eignaleiguformin eru og þá þau skil sem eru á milli eðli forma í dag. Rekstrarleiga hefur hingað til verið færð í gegnum rekstrarreikning en ekki efnahagsreikning félaga, mögulegar breytingar IASB og FASB gætu breytt því svo að allir leigusamningar, nema skammtímasamningar, verði færðir í gegnum efnahagsreikning félaga. Form samnings, reglur reiknisskila og svo mat á fjárfestingu eru allt þættir sem þarf að skoða þegar tekin er ákvörðun um bæði fjárfestingar í fyrirtæki. Til að geta tekið upplýsta ákvörðun þá þarf að taka með í reikninginn alla þætti fjármögnunar og fjárfestingar. Dæmi um útreikning á hvort vænlegra sé að kaupa eða leigja tæki er reiknað, annars vegar út frá bókhaldslegum afskriftartölum sem og út frá raunverulegri affallatöflu. Í öllum tilvikum þeirra útreikninga er leigan að reiknast hagkvæmari en kaup þegar reiknað er út frá skattspörun afskrifta við kaup á móti skattspörun leigu.
    Við samanburð á markaðinum í Evrópu og svo markaðinum á Íslandi eru teknar upplýsingar og tölur út frá tölfræði og könnunum Leaseurope og aðildafélaga þeirra, sem og að skoðuð er ein óútgefin könnun Capacent Gallup sem hægt var að nálgast um markaðinn hér á landi. Könnunin um markaðinn hér á landi leiddi í ljós frekar íhaldssaman markað gagnvart eignaleigu, öfugt við Evrópu þar sem að eignaleiguformið (e. leasing) er mjög mikið notað og þá helst af litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem hafa mögulega takmarkaðri aðgang að lausafé. Það virðist því vera að markaðurinn hér á landi sé ekki eins móttækilegur fyrir eignaleigu eins og er, hugsanlega á efnahagshrunið 2008 og dómar um ólögmæti samninga í erlendum myntum einhverja sök í því, en um það er ekki hægt að fullyrða.

Samþykkt: 
  • 15.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22055


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSRG_Heimir_Johannesson_Vor_2015.pdf1.44 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Efnisyfirlit.pdf19.69 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Ritgerðin er lokuð að ósk höfundar. Hafa þarf samband við höfund til að nálgast efni ritgerðarinnar. Verkið er verndað af ákvæðum höfundarlaga.