is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22057

Titill: 
  • Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í útskýringum á ástæðum hruns fjármálakerfisins árið 2008 hefur meðal annars komið fram að orsakir hafi verið lélegir stjórnarhættir, skortur á áhættustýringu og ófullnægjandi eftirlit. Í fjármálafyrirtækjum má sjá sameiginleg vandamál hvað fyrirkomulag og virkni áhættustýringar og eftirlitsumhverfisins varðar sem verður að bregðast við.
    Rannsóknir sýna að stjórn finnst hún fá of mikið efni til yfirferðar og að óraunhæfar kröfur séu gerðar til stjórnarmanna hvað dagleg afskipti varðar af áhættustýringu og eftirliti með henni. Mikil síló menning sé til staðar innan fjármálafyrirtækja sem hugsanlega geti gert það að verkum að göt myndist í áhættustýringu og eftirlitsumhverfinu og ekki sé brugðist við mikilvægum áhættuþáttum. Erfitt sé að innleiða áhættuvilja stjórnar og viðmið um áhættu inn í starfsemi fyrirtækjanna og að umgjörð við áhættustýringu sé almennt of flókin og ómarkviss. Viðhorf og menning til áhættustýringar sé jafnframt áhersluatriði.
    Niðurstaðan úr verkefninu er að aukin samvinna og samþætting auðlinda hjá þeim sem starfa við áhættustýringu og eftirlitsumhverfið geti auðveldað fyrirtækjum að bregðast við þessum atriðum. Fyrirtæki ættu að stefna að því að viðhafa fyrirkomulag um heildstæða áhættustýringu. Skilgreina má heildstæða áhættustýringu sem stöðu þar sem allir aðilar í áhættustýringu og eftirlitsumhverfinu samhæfa vinnu sína á formlegan hátt og ljóst sé hvaða áhætta tengist markmiðum fyrirtækisins í heild og hvaða áhættuþættir hafa verið metnir og brugðist við. Fyrirkomulagið geri stjórn og æðstu stjórnendum auðveldara um vik að sinna ábyrgð sinni hvað varðar áhættustýringu og eftirlit með henni.

Samþykkt: 
  • 15.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22057


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Johanna+Karlotta+Svavarsdottir_BS_Lokaverk.pdf715,9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Útprentun og/eða afritun er óheimil nema með skriflegu leyfi höfundar. Verkið er verndað af ákvæðum höfundarlaga.