Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/22058
Efni þessarar rannsóknar er að kanna hvort tilgangur X. – XII. kafla laga nr. 3/2006 um ársreikninga sé að skila sér og hvort ársreikningaskrá sé í raun nauðsynleg en einnig hvort sé tenging eða eftirlit á milli innsendra ársreikninga og ársreikningaskrár og ekki síst hvort skil á ársreikningum til ársreikningaskrár hafi aukist frá því að ríkisskattstjóri hóf að beita sektum við því að fyrirtæki skili ekki inn samandregnum ársreikningi til ársreikningaskrár.
Einnig leitaði höfundur svara við eftirfarandi undirspurningum og var leitað til Löggildra endurskoðenda með spurningakönnun til að geta svarað þeim spurningum.
Telur þú að samræmi sé á milli þeirra upplýsinga sem skilað er inn til ríkisskattsstjóra með skattframtali og samandregnum ársreikningi sem sendur er til ársreikningaskrár?
Telur þú að samkeppnisaðilar sambærilegrar starfsemi, nýti sér samandregna ársreikninga til að skoða stöðu sína á markaði?
Telur þú að samandregnir ársreikningar sem skilað er til ársreikningaskrár gefi rétta mynd af rekstri fyrirtækjanna?
Telur þú að refsiákvæði laganna komi eins út fyrir stór og lítil fyrirtæki?
Helstu niðurstöður eru þær að tilgangur X. – XII. kafla laga nr. 3/2006 um ársreikninga skili sér. Allt bendir til þess að svo sé, eins og við sjáum á gögnum frá ársreikningaskrá þar sem gríðalegur árangur hefur náðst, því mun fleiri fyrirtæki senda nú inn ársreikning sinn til ársreikningaskrár eftir að ársreikningaskrá fór að beita sektarheimild sinni.
Einnig má ætla að vitundarvakning sé hjá fyrirtækjum um það hversu áríðandi er að haldið sé utan um ársreikninga fyrirtækjanna og að hægt sé að nálgast þá opinberlega, eftir að fyrirtækin, en þó aðallega þau sem eru í innflutningi eða þurfa að reiða sig á greiðslutryggingar á alþjóða vettvangi lentu fyrir því að lokað var á þau vegna þess að ekki var hægt að nálgast ársreikninga þeirra til að meta greiðsluhæfi þeirra. Mikilvægt er að fyrirtækin í landinu geri sér grein fyrir og þyki það sjálfsagt að ársreikningar þeirra séu birtir opinberlega. Ársreikningar fyrirtækjanna eru ekki einkamál hluthafanna heldur eru þeir til að hægt sé að fletta upp í þeim, meta greiðslugetu og skoða ýmsar lykiltölur. Með góðum skilum til ársreiknigaskrár er einnig hægt að auka traust á íslenskum fyrirtækjum og viðhalda eðlilegum viðskiptaháttum á alþjóðlegum vettvangi.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
JonaFanneyKristjansdottir_BS_lokaverk.pdf | 1.98 MB | Open | Heildartexti | View/Open |
Note: Útprentun og/eða afritun er óheimil nema með skriflegu leyfi höfundar. Verkið er verndað af ákvæðum höfundarlaga.