is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22065

Titill: 
 • Lengi býr að fyrstu gerð. Matarvenjur og matvendni íslenskra 18 mánaða ungbarna - Forransókn
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Matvendni er talin eðlilegur þáttur í þroska barna og nær hámarki á aldrinum þriggja til fimm ára (Steinberg, 2007). Eftir það tímabil minnkar hlutfall barna sem teljast matvönd en rannsóknir sýna að allt að 20% barna á aldrinum átta til tólf ára séu matvönd (Nederkoorn, Jansen og Havermans, 2014). Lítið er vitað um matvendni ungbarna og ekki er vitað til þess að viðfangsefnið hafi verið rannsakað áður á Íslandi.
  Markmið forrannsóknar var að kanna hvort foreldrar töldu ungbarn sitt matvant og ef svo væri, hvaða fæðuflokka barnið vildi síst innbyrða. Þessir þættir voru skoðaðir með tilliti til bakgrunnsþátta foreldra, tíðni og tímalengd brjóstagjafar og viðbrögðum foreldra við matvendni ungbarna sinna og hversu oft foreldrar höfðu boðið ungbarni sínu þá fæðu sem erfiðlega gekk að fá það til að innbyrða. Að lokum fengu þátttakendur tækifæri til þess að lýsa erfiðleikum tengdum fæðuinntekt ungbarns.
  Spurningarlistanum var beint að foreldrum 18 mánaða ungbarna. Hann var birtur á veraldarvefnum og honum svöruðu 321 þátttakandi en 265 (82,5%) listar voru nothæfir til úrvinnslu gagna.
  Niðurstöður leiddu í ljós að allt að fimmtungur foreldra mátu ungbarn sitt matvant. Algengast var að ungbörnin fengust ekki til að neyta grænmetis (63% þeirra sem töldu ungbarn sitt matvant), einnig var algengt að ungbörnin fengust ekki til að borða fisk eða kjöt. Hugsanlegt er að þessi hópur ungbarna uppfylli ekki næringaþörf sína og að matvendnin geti haft áhrif á fæðuval síðar og jafnvel vöxt og þroska.
  Hlutverk hjúkrunarfræðinga innan ung- og smábarnaverndar er að fræða, veita stuðning og skima fyrir helstu heilsufarsvandamálum ungbarna. Nauðsynlegt er að hjúkrunarfræðingar innan ung- og smábarnaverndar leggi áherslu á fullnægjandi næringarinntekt ungbarna og skimi fyrir vandamálum og mismunagreiningum þeim tengdum, þar sem niðurstöður forrannsókar benda til að matvendni sé vandamál meðal íslenskra ungbarna. Úrræði eru ekki fullnægjandi og því í höndum hjúkrunarfræðinga innan ung- og smábarnaverndar að efla mat og eftirfylgt þessa hóps.
  Lykilorð: Ungbörn, matvendni, erfiðleikar við fæðuinntekt, næringarþarfir, brjóstagjöf, hlutverk hjúkrunarfræðinga.

 • Útdráttur er á ensku

  Overall picky or fussy eating is considered a normal factor in a childs development. Pickiness about food is considered to reach its heights between the ages of three and five (Steinberg, 2007). When children get older the number of those who are still considered picky eaters decreases significantly. However, research shows that around twenty per cent of children between the ages eight and twelve are picky eaters. (Nederkoorn o.fl., 2014). There is little, if any, research that exists in Iceland,on infants and them being particular about food. The study was published on the internet and answered by 321 participants, though 265 were usable.
  The goal of the pilot study was to research whether parents thought their infant was picky about food and if so, what food group the infant was least likely to take in. These factors were researched with consideration to the parents’ background, frequency and duration of breast-feeding and parent’s reactions to their children being picky about their food. In the end, participants were given an opportunity to describe the difficulties they experienced concerning their infant’s food intake. The results showed that almost a fifth of the parents in the study considered their child picky about food. The most challenging factor was to give infants vegetables (63% of the parents thought their infant was a picky eater). It was also a common problem that infants did not want to eat fish or meat. This implies that this group of infants does not meet their dietary recommendation which can have a serious effect on their growth and maturity.
  Nurses that work with infants and toodlers are in an optimal position to educate, support and scan for possible health problems. It is important that nurses within pediatrics emphasize the dietary recommendations for infants and screen for problems and misdiagnoses related to nutritional intake. There is a lack of resources for infants who have problems related to food intake. Therefore, it is in the hands of nurses within pediatrics to further assess and follow up on these infants and by doing so, increasing their quality of life.
  keywords: Infants, feeding disorder, picky- and fussy eating, breastfeeding, nutritional needs, nurses roles.

Samþykkt: 
 • 15.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22065


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gudrun&Björk.pdf848.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna