is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22067

Titill: 
  • Notkun prógesterónsprófs við beiðslisgreiningu og áhrif þess á frjósemi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Minnkandi frjósemi í mjólkurkúm er vaxandi áhyggjuefni og vandamál í heiminum öllum. Vísindamenn og bændur keppast við að komast til botns í því hvað veldur þessari miklu lækkun frjósemis. Þessi þróun hefur verið tengd við aukna nyt og neikvætt orkujafnvægi eftir burð. Ásamt því eru margir þættir sem geta valdið lélegri frjósemi líkt og sjúkdómar, sýkingar og stress og minnkandi beiðsliseinkenni sem leiða til þess að minni líkur eru á að bóndinn sæði kúna á réttum tíma.
    Í þessu verkefni er farið yfir líffræðilega og lífeðlisfræðilega þætti frjósemi og möguleika bóndans á að bæta beiðslisgreininguna. Í verkefninu var unnið með 186 mjólkurkýr og sæðingarsaga þeirra skoðuð. Prógesterónmælingar í mjólk voru notaðar sem beiðslisgreining. Fjöldi sæðinga, dagar á milli þeirra og dagar frá burði að fangi voru skoðaðir og bornir saman við samanburðartímabil frá árinu áður. Samkvæmt þessum samanburðartölum reyndist markviss notkun prógesterónprófs við beiðslisgreiningu hafa jákvæð áhrif á frjósemi í öllum tilfellum á búunum, nema þegar fjöldi daga á milli fyrstu og annarrar sæðingar var skoðaður.

Samþykkt: 
  • 16.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22067


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bs_AdalbjorgRosaIndridadottir.pdf871,45 kBOpinnPDFSkoða/Opna