is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22069

Titill: 
  • Mat á þjálni íslenskra kynbótahrossa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Það er töluverð umræða á meðal hestamanna og áhugafólks um ræktun íslenska hestsins að bæta þurfi mat á vilja og geðslagi. Margir telja að hross sem sýni spennuvilja og æsing hljóti oft háar einkunnir á kostnað þjálla hrossa sem leitast við að gera knapa sínum til hæfis. Á fundi Fagráðs í hrossarækt í lok árs 2013 var samþykkt að sumarið 2014 yrði hrossum á kynbótasýningum gefin sérstök einkunn fyrir þjálni (þjálnimat). Verkefnið fól í sér samantekt þjálnigagna. Markmiðið var að skilgreina eiginleikann þjálni og leggja mat á erfðastuðla eiginleikans og tengsl hans við aðra kynbótaeiginleika. Gögnin samanstóðu af kynbótadómum og þjálnimati. Samtals voru notaðir 1162 dómar á 1001 kynbótahrossi. Lýsandi tölfræði þjálnieiginleikanna var reiknuð og erfðastuðlar voru metnir fyrir þjálnieiginleikana og valda kynbótaeiginleika. Þjálnimatið var framkvæmt af kynbótadómurum samhliða hefðbundnum kynbótadómsstörfum við forskoðun hrossa á Íslandi. Matið fór þannig fram að dómarar gáfu hverjum hesti einkunn á línulegum skala frá 1 til 7 fyrir 5 eiginleika sem lúta að þjálni hestsins. Eiginleikarnir voru höfuðburður, taumsamband, yfirlína, samstarf og taugastyrkur. Einnig var hverjum hesti gefin heildareinkunn fyrir þjálni á þessum sama skala. Niðurstöðurnar gefa til kynna að þjálnimatið hafi tekist vel. Einkunnir innan eiginleika voru nálægt því að vera normaldreifðar. Meðaltalseinkunnir fyrir þjálnieiginleikana voru á bilinu 4,27-5,03, lægst fyrir yfirlínu og hæst fyrir taugastyrk. Mat arfgengis þjálnieiginleikanna var á bilinu 0,05-0,34, þar sem lægsta gildið var fyrir taugastyrk og það hæsta fyrir yfirlínu. Metin erfðafylgni innan þjálnieiginleikanna var mjög há sem og svipfarsfylgnin. Erfðafylgni þjálnieiginleikanna við valda hæfileikaeiginleika var jákvæð í öllum tilvikum nema við skeið. Erfðafylgni þjálnieiginleikanna við valda sköpulagseiginleika var heldur lægri.

Samþykkt: 
  • 16.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22069


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mat á þjálni íslenskra kynbótahrossa_Harpa.pdf688.76 kBOpinnPDFSkoða/Opna