is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2207

Titill: 
  • Snillingarnir. Árangursmat á meðferðarnámskeiði fyrir börn með athyglisbrest með ofvirkni
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Haldið var meðferðarnámskeið fyrir börn með athyglisbrest og ofvirkni og rannsókn gerð til að meta árangur þess á hegðun og líðan barnanna. Fimm börn tóku þátt í námskeiðinu sem var haldið tvisvar sinnum í viku í fimm vikur. Á námskeiðinu voru börnin þjálfuð í félagsfærni, tilfinningastjórn, þrautalausn og því að hemja hvatvísi sína. Að auki fengu börnin þjálfun í tölvu sem reyndi á athygli, úrvinnslugetu, vinnsluhraða og vinnsluminni þeirra. Til þess að meta árangur af námskeiðinu var foreldrum og kennurum barnanna sendir ýmsir spurningalistar sem mældu meðal annars, félagsfærni, tilfinningastjórn, hegðunar- og tilfinningavanda barnanna. Tvenns konar próf voru einnig lögð fyrir börnin sjálf. Fimm börn sem biðu eftir að komast á næsta námskeið voru höfð til samanburðar en foreldrar þeirra fylltu út sömu spurningalista og foreldrar barnanna sem tóku þátt á námskeiðinu. Meðaltal stiga barnanna á kvörðum spurningalistanna og prófanna voru borin saman fyrir og eftir námskeiðið. Breytingar á stigum þeirra voru síðan borin saman við breytingar á meðaltölum barnanna í samanburðarhópnum á sama tíma. Að lokum var árangur hvers barns skoðaður myndrænt og borinn saman við breytingar barns úr samanburðarhópnum sem parað var við það með tillit til aldurs og kyns.
    Niðurstöður spurningalistanna gáfu vísbendingar um að líðan, félagsfærni og sjálfsstjórn barnanna hafi batnað eftir að þau tóku þátt í námskeiðinu. Niðurstöður þeirra prófa sem lögð voru fyrir börnin sjálf bentu einnig til þess að börnin hafi átt auðveldara með að hamla viðbrögðum sínum eftir að hafa tekið þátt í námskeiðinu og að tölvuþjálfunin hafi hugsanlega haft jákvæð áhrif á athygli, úthald og úrvinnsluhraða barnanna.

Samþykkt: 
  • 15.4.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2207


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigrun_Olafsdottir_fixed.pdf1.27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna