is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22071

Titill: 
  • Íslenskar landbúnaðarafurðir til fóðurframleiðslu fyrir hunda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið verkefnisins var að kanna möguleika þess að framleiða fóður fyrir hunda úr íslenskum landbúnaðarafurðum. Einnig að skoða hvaða tegundir fóðurs fyrir hunda eru í boði og hvaða hráefni eru notuð við framleiðsluna. Farið var yfir næringarefnaþarfir hunda og skoðað hvernig ýmsar landbúnaðarafurðir uppfylla þessar þarfir.
    Mikið framboð hundafóðurs stendur hundaeigendum til boða í verslunum en lítið úrval íslensks heilfóðurs þar sem notaðar eru íslenskar afurðir. Leitað var til nokkurra sláturleyfishafa og kjötafurðastöðva til að nálgast upplýsingar um aukaafurðir sem ekki eru nýttar til manneldis og afurðir sem ekki teljast hæfar til manneldis. Þau fyrirtæki sem svöruðu og rætt var við til að fá upplýsingar voru Fjallalamb hf., Sláturfélag Suðurlands svf., Sláturhúsið Hellu hf. og Reykjagarður hf. Einnig var leitað til Matvælastofnunar til að fá upplýsingar um þau fyrirtæki sem framleiða gæludýrafóður hérlendis.
    Við vinnslu þessa verkefnis kom í ljós að töluvert fellur til af aukaafurðum við slátrun hérlendis sem hægt er að nota til framleiðslu hundafóðurs. Í stórgripa- og sauðfjárslátrun fellur til tilsvert af innmat og fitu sem hentar næringarfræðilega séð vel í hundafóður. Þá kom það einnig í ljós að við slátrun og vinnslu á kjúkling er mikið af skinnum, ásamt öðrum afurðum, sem fellur til og getur nýst í hundafóður. Við kjúklingaslátrun fellur sömuleiðis mikið til af fiðri, sem nú er urðað, en samkvæmt erlendum heimildum er mikið prótein í fiðurmjöli og væri verðugt að skoða þann möguleika nánar. Gott eftirlit er með framleiðslu og vinnslu íslenskra landbúnaðarafurða og bakteríu- og örverusýkingar í lágmarki. Vegna þessa og út frá næringarfræðilegu sjónarmiði, hentar hráfóður úr hvers kyns landbúnaðarafurð vel sem hundafóður.

Samþykkt: 
  • 16.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22071


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð - Kristrún Sif.pdf590.04 kBOpinnPDFSkoða/Opna