is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22073

Titill: 
  • Áhrif þess að halda gemlingum á endingu og æviafurðir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Um miðja síðustu öld jókst til muna að hleypt væri til gimbra. Var það gert í kjölfar mæðiveikinnar sem þá herjaði á sauðfé landsins. Þegar byrjað var að hleypa til gimbra á þessum tíma var skoðað hvaða áhrif það hefði á ær og frammistöðu þeirra. Margt hefur breyst síðan þá í búskaparháttum og því orðið vöntun á nýlegra efni. Samhliða auknum fóðurgæðum og meiri vitund um þarfir áa var áhugavert að kanna áhrif þess að halda gemlingum nú á dögum á þroska þeirra og frjósemi síðar á ævinni.
    Gögn voru fengin frá tilraunabúinu á Hesti í Borgarfirði, en þau náðu yfir framleiðsluárin 2002-2012. Gögnin höfðu að geyma 6.647 færslur, þar sem ein færsla var fyrir hvert afurðaár sem hver ær skilaði. Í hverri færslu kom fram ætterni ærinnar, þungi hennar, holdastig, burður hvert framleiðsluár, afurðastig hvers árs og hverju ærin skilaði á hverju hausti.
    Í niðurstöðum kom í ljós að það að skila dilki að hausti hefur mest áhrif á þunga og holdastig ánna á öðru ári og munaði að meðaltali 8 kg á þunga þeirra áa sem skiluðu dilki sem gemlingar og þeirra sem voru ekki með lambi fyrsta árið. Að skila lambi sem gemlingur hafði marktæk áhrif á þunga ánna mestan hluta ævi þeirra, en þær voru alltaf léttari en þær sem ekki skiluðu lambi gemlingsárið. Þrátt fyrir það voru þær ekki marktækt holdminni. Hvort ærnar höfðu gengið með lamb sem gemlingar hafði einungis jákvæð áhrif á frjósemi ánna á öðru ári, en engin áhrif síðar á ævinni. Frjósemin réðst meira af því hversu frjósöm ærin var sem gemlingur og gefur gemlingsárið okkur góða vísbendingu um frjósemi ánna síðar á ævinni. Að ganga með lambi sem gemlingur hafði engin áhrif á afurðir ánna síðar á ævinni og lítil áhrif á endingu þeirra.

Samþykkt: 
  • 16.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22073


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Linda Sif Níelsdóttir.pdf664.31 kBOpinnPDFSkoða/Opna