is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22075

Titill: 
  • Úttekt á skógræktaráætlun fyrir bændaskógrækt: Ferstikla I í Hvalfjarðarsveit
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Megin tilgangur þessarar ritgerðar er að bera saman skógræktaráætlun sem gerð var af landshlutabundnu skógræktarverkefni við framkvæmd og árangur skógræktarinnar árið 2013 á einni dæmigerðri skógarjörð. Jörðin hentar mjög vel til verkefnisins þar sem framkvæmdir á henni stóðu í tiltölulega skamman tíma eftir að upphafleg skógræktaráætlun var gerð.
    Til að ná þessu markmiði eru settar fram nokkrar spurningar: Hversu vel stóðst upphaflega skógræktaráætlunin hvað varðar lögun og flatarmál ræktunarreita? Hversu vel stóðust áætlanir um tegundarsamsetningu í reitum í skógræktaráætluninni og hélst hún óbreytt eftir gróðursetningu? Hversu vel var fyrirmælum í skógræktaráætluninni um þéttleika skógarlunda fylgt og hver er þéttleikinn í dag?
    Annað aðalmarkmið með verkefninu var að skipuleggja og gera úttekt á árangri skógræktarinnar. Ákveðið var að einskorða þetta mat við standandi viðarforða og kolefnisforða.
    Til að svara þessum spurningum var gengið um skógræktarsvæðið og það endurkortlagt með GPS-tæki. Útkoman var 36 reitir sem bornir voru saman við upphaflegu kortlagninguna og kort Vesturlandsskóga. Þar sem upphaflega kortlagningin var ekki til á tölvutæku formi heldur upphaflega kortið þá var sú teikning færð yfir í landupplýsingakerfið þar sem svæðið var reitað upp á nýtt eftir kortinu. Þar með voru komin þrjú kort sem hægt var að bera saman.
    Í upphaflegu skógræktaráætluninni kom fram hvaða tegundir ætti að gróðursetja hvar og hversu þétt. Sambærileg gögn var einnig hægt að fá frá Vesturlandsskógum um það hvað var gróðursett og hversu þétt. En það þurfti að ákveða hvaða aðferð ætti að nota til að skoða hvernig svæðið liti út í dag. Ákveðið var að leggja út punktanet mæliflata sem valdir voru í landfræðilegum upplýsingakerfum. Hver mæliflötur var í 130 metra fjarlægð frá þeim næsta og urðu mælifletirnir alls 50. Þær mæliupplýsingar sem fengust úr þessum mæliflötum voru notaðar til að taka saman upplýsingar um hvaða tegundir væru í mæliflötunum og í hvaða magni. Þegar þær upplýsingar lágu fyrir var hægt að skoða lifun og reikna síðan standandi viðarforða, kolefnisforða, kolefnisbindingu og viðarvöxt. Fyrsta kortlagningin var víðfeðmust og stærst eins og við var búist, en við samanburð var munurinn á gróðursetningarkorti Vesturlandsskóga og endurkortlagningunni fyrst og fremst einn reitur. Það hvort einn reitur í mun milli þessara tveggja korta sé mikill eða lítill munur, það verður að skoðast í samhengi við þær aðstæður sem voru í upphafi skógræktar í landi Ferstiklu. Niðurstöður lifunar skógarplantnanna sýna ákveðna eiginleika sem áreiðanlega eru einkennandi fyrir þetta skógræktarsvæði. Sitkagrenið stendur sig ákaflega vel, en það er ekki góð lifun hjá öspinni. Birkið kom heldur ekki vel út, en hengibirkið þó mun betur en ilmbjörkin.
    Svo virðist að farið hafi verið nokkuð nærri þéttleikanum sem skógræktaráætlunin segir fyrir um. Þegar við höfum gert ráð fyrir þeim svæðum sem ekki var hægt af einhverjum orsökum að planta í, þá er það niðurstaðan að álíka mikið magn hafi farið niður í svæðið og gert var ráð fyrir.
    Fyrirfram var búist við því að gróðurfar svæðanna hefði mikið að segja um hvað hafði lifað og hver væri þéttleikinn við mælingar. Gert var ráð fyrir því að tún sýndu mun meiri þéttleika en svæðin þar sem lyngmóinn var ráðandi. Þetta er hinsvegar ekki niðurstaðan hvað varðar lifun og þéttleika svæða, það er engin áberandi munur. Það er ekki fyrr en við athugun á vexti og viðarrúmmáli sem þessi munur á landgerðum verður áberandi.

Samþykkt: 
  • 16.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22075


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Gudmundur Runar Vifilsson.pdf6.21 MBOpinnPDFSkoða/Opna