en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Agricultural University of Iceland > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/22076

Title: 
 • Title is in Icelandic Hönnunarforsendur göngustíga: Áhrif landhalla, yfirborðslags og fyrirhugaðs álags á göngustígagerð
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Gagnlegar upplýsingar og góð ráð í hönnun og uppbyggingu göngustíga skortir á Íslandi. Oftast er einungis treyst á vitneskju einstaklinga sem hafa unnið við stígagerð í mörg ár og öðlast þannig þekkingu á því hvað hentar við uppbyggingu stíga og hvað ekki. Skotar hafa þróað/byggt upp viðmið varðandi stígagerð út frá landhalla, yfirborðslagi og álagi sem nýtt eru við hönnun og uppbygginu stíga. Markmið þessa verkefnis felst í að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum; Hvaða áhrif hefur landhalli, yfirborðslag og fyrirhugað álag á hönnunarforsendur göngustíga?
  Er hægt að yfirfæra erlend viðmið um uppbyggingu stíga yfir á íslenskar aðstæður?
  Er möguleiki á að nýta þessi viðmið við hönnun og/eða uppbyggingu á stígum við ferðamannastaði?
  Í vinnslu þessa verkefnis var gögnum um uppbyggingu stíga safnað saman og þau notuð til þess að tengja við sér íslenska þekkingu sem fengin var með því að skoða tvo ferðamannastaði á Suðurlandi, Þingvelli og Þórsmörk, og ræða við staðkunnuga. Loks eru viðmiðin nýtt við deiliteikningar á stígum á Hamragörðum og við Seljalandsfoss byggt á drögum af deiliskipulagi.
  Niðurstöður sýna að landhalli, yfirborðslag og álag hefur mikil áhrif á hönnun stíga sem endast lengi og þarfnast lítils viðhalds. Nýta má þekkingu Skota til að móta viðmið við íslenskar aðstæður með hliðsjón af landslagi, náttúru, jarðvegi. Hönnun með viðmið til hliðsjónar gefur markvissa niðurstöðu en mikilvægt er að hugsa um viðmið sem leiðbeiningar við ákveðna hönnun en ekki reglu. Aðstæður á þeim stað sem uppbygging á sér stað eiga alltaf að vera veigameiri þáttur í því hvernig við stöndum að hönnun og uppbyggingu göngustíga.

Accepted: 
 • Jun 16, 2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22076


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BS ritgerð - Dagbjört Garðarsdóttir_Minni.pdf7 MBOpenPDFView/Open