is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22080

Titill: 
 • Grunnskólalóðir í Reykjanesbæ. Núverandi ástand skólalóða ásamt hönnunartillögu
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Vitundavakning hefur verið á nærumhverfi við hýbýli einstaklinga, en nærumhverfi við grunnskóla hefur setið á hakanum. Mikilvægt þótti að rannsaka núverandi ástand grunnskólalóða og framtíðarsýn, þ.e. hver sé stefna yfirvald. Leitast var við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum:
  Hver er stefna stjórn- og bæjaryfirvalda til grunnskólalóða?
  Hvert er núverandi ástand grunnskólalóða í Reykjanesbæ?
  Hvernig er hægt að bæta nærumhverfi eins grunnskóla í Reykjanesbæ?
  Í Reykjanesbæ eru sex grunnskólar, en einungis var gerð athugun á fimm þar sem sá sjötti er rekinn í samstarfi við leikskóla sem samræmist ekki hinum skólunum. Samkvæmt grunnskólalögum er grunnskólanám skylt að jafnaði í 10 ár, sem þýðir að einstaklingar eru frá 6 ára aldri til 16 ára í grunnskóla. Þarfir einstaklinga á þessum aldri er mismunandi.
  Verkefnið byggist upp á greiningum grunnskólalóða í Reykjanesbæ og gerður er samanburður á niðurstöðum. Í lok verkefnisins er kynnt tillaga að skólalóð í Reykjanesbæ, þar sem þörfin er talin vera mest til endurbóta vegna ábótavants ástands á skólalóð. Val lóðar byggist á niðurstöðum greininga.
  Niðurstaða verkefnis er að lítil áhersla er lögð á nærumhverfi við grunnskóla, hvort það sé hjá stjórnvöldum, aðalnámskrá grunnskóla, Reykjanesbæ, lögum eða reglugerðum.

Samþykkt: 
 • 16.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22080


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_Margret_Lilja_Minni.pdf4.77 MBOpinnPDFSkoða/Opna